„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 20:35 „Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun. Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13