Endurkoma Honda S2000 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 12:41 Honda S2000 á marga aðdáendur. motor1.com Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent