Þarf Volkswagen að selja Bentley eða Lamborghini? Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 15:15 Bentley Continental GT. wikipedia Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent
Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent