Tekur þátt í 5.000 km rafbílaakstri í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 15:47 Við upphaf ferðarinnar sem spannar 5.000 km frá norðurhluta til suðurodda Indlands. Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent