Ljósin slökkt í rómantískasta bæ Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. desember 2015 08:00 Samtökin 825 Þorparinn vinna "markvisst að því að gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi“. Vísir/Heiða Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira