Þessi Mazda á að slást við Subaru Outback Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 11:27 Lengri og lægri Mazda en CX-5 og CX-3 jepplingarnir og á stærð við Subaru Outback. Það er margt á döfinni hjá Mazda þessa dagana. Mazda sýndi hugmyndabílinn Koero á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og vakti hann athygli þar fyrir fegurð. Nú er Mazda að kynna enn nýjan bíl, bíl sem ekki er hægt að segja að sé jepplingur þar sem hann liggur neðar á vegi og er fremur í ætt við Subaru Outback og mætti jafnvel teljast sem langbakur. Hann á að skarta sportlegum eiginleikum og vera fyrir vikið betri akstursbíll en núverandi og tilvonandi jepplingar og jeppar fyrirtækisins, þ.e. CX-5 og CX-3, sem seljast nú eins og heitar lummur, og tilvonandi CX-9. Mazda er ekkert að fara í felur með það að þessum bíl verður ætlað að klípa af góðri sölu á Subaru Outback en svo virðist sem heimsbyggðin hafi endalausa lyst á þeim ágæta bíl. Það skildi þó aldrei vera að þróunin yrði frá jepplingum að langbökum aftur, þ.e. langbökum sem geta glímt við torfærur að einhverju leiti. Fer ekki tískan svosem alltaf í hringi? Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Það er margt á döfinni hjá Mazda þessa dagana. Mazda sýndi hugmyndabílinn Koero á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og vakti hann athygli þar fyrir fegurð. Nú er Mazda að kynna enn nýjan bíl, bíl sem ekki er hægt að segja að sé jepplingur þar sem hann liggur neðar á vegi og er fremur í ætt við Subaru Outback og mætti jafnvel teljast sem langbakur. Hann á að skarta sportlegum eiginleikum og vera fyrir vikið betri akstursbíll en núverandi og tilvonandi jepplingar og jeppar fyrirtækisins, þ.e. CX-5 og CX-3, sem seljast nú eins og heitar lummur, og tilvonandi CX-9. Mazda er ekkert að fara í felur með það að þessum bíl verður ætlað að klípa af góðri sölu á Subaru Outback en svo virðist sem heimsbyggðin hafi endalausa lyst á þeim ágæta bíl. Það skildi þó aldrei vera að þróunin yrði frá jepplingum að langbökum aftur, þ.e. langbökum sem geta glímt við torfærur að einhverju leiti. Fer ekki tískan svosem alltaf í hringi?
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent