Nostrar við hverja einustu jólagjöf Vera Einarsdóttir skrifar 9. desember 2015 16:11 Elva er mikið jólabarn og bakar að minnsta kosti fimm sortir, enda alin upp við það í báðar ættir. "Ég geri alltaf hafra- og rúsínukökur, kókostoppa, piparkökur og súkkulaðibitakökur. Auk þess finnst mér voða gaman að prófa eitthvað nýtt.“ MYNDIR/ANTON BRINK Hjúkrunarfræðingurinn Elva Björk Ragnarsdóttir leggur mikla rækt við þær jólagjafir sem hún gefur og ekki síst við það hvernig þær koma viðtakandanum fyrir sjónir. Yfirleitt eru pakkarnir fallega skreyttir og ekki óalgengt að pakkaskrautið sé gjöf í sjálfu sér. Elva hefur mikla sköpunarþörf og tók upp á því að gefa aðeins heimagerðar gjafir í fyrra."Svona pakka er sniðugt að gefa börnum sem eru að safna Sleich-dýrum en þau eru gjöf í sjálfu sér," segir Elva „Upphaflega átti þetta að vera hagstætt en kom nú örugglega út á það sama og rúmlega það. Auk þess krafðist þetta mun meiri fyrirhafnar en að fara bara út í búð. Þetta var hins vegar mjög skemmtilegt og gefandi þó ég hafi verið orðin svolítið þreytt undir lokin,“ segir Elva sem gerði glasamottur og hitaplatta, armbönd og hálsmen og heklaði tuskur og slaufur svo eitthvað sé nefnt. Auk þess bjó hún til jólaskaut sem hún hengdi utan á hvern pakka. Elva leggur sérstaklega mikið upp úr því að börnin sem hún gefur fái skemmtilega pakka og gefur hér nokkrar hugmyndir sem eru til þess fallnar að vekja gleði og kátínu. Aðspurð segist hún ekki ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Ég get þó örugglega ekki stillt mig um að gera eitthvað sjálf. Ég hef til dæmis verið að sauma barnaföt sem rata örugglega í einhverja pakka.“ Elva heldur úti heimilisblogginu verkefnivikunnar.com en þar er hægt að fylgjast með öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nýlega bætti hún við vefverslun með barnfötum og öðru sem sem hún gerir.Mörg börn safna dýrum sem þessum. Í kassanum þarf því ekki endilega að vera gjöf. Það getur allt eins verið nammi eða annað smálegt.Þennan pakka er að sögn Elvu einfalt að gera. Gjöfinni er pakkað inn í hvítan pappír og restin klippt út úr svörtu og hvítu kartoni. Slaufan gerir pakkann jólalegan en annars er þetta hugmynd sem má útfæra við hvaða tilefni sem er.Hér notaði Elva hreindýrastensla og málningu til að þrykkja á einlitan pappír. Hún límdi svo litla dúska á nefin. „Þetta er svolítið seinlegt og það þarf að leyfa málningunni að þorna á milli svo hún klínist ekki út um allt. Það er því um að gera að gefa sér góðan tíma.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Jóla-aspassúpa Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Aðventuhugleiðing - Séra Þór Hauksson Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól
Hjúkrunarfræðingurinn Elva Björk Ragnarsdóttir leggur mikla rækt við þær jólagjafir sem hún gefur og ekki síst við það hvernig þær koma viðtakandanum fyrir sjónir. Yfirleitt eru pakkarnir fallega skreyttir og ekki óalgengt að pakkaskrautið sé gjöf í sjálfu sér. Elva hefur mikla sköpunarþörf og tók upp á því að gefa aðeins heimagerðar gjafir í fyrra."Svona pakka er sniðugt að gefa börnum sem eru að safna Sleich-dýrum en þau eru gjöf í sjálfu sér," segir Elva „Upphaflega átti þetta að vera hagstætt en kom nú örugglega út á það sama og rúmlega það. Auk þess krafðist þetta mun meiri fyrirhafnar en að fara bara út í búð. Þetta var hins vegar mjög skemmtilegt og gefandi þó ég hafi verið orðin svolítið þreytt undir lokin,“ segir Elva sem gerði glasamottur og hitaplatta, armbönd og hálsmen og heklaði tuskur og slaufur svo eitthvað sé nefnt. Auk þess bjó hún til jólaskaut sem hún hengdi utan á hvern pakka. Elva leggur sérstaklega mikið upp úr því að börnin sem hún gefur fái skemmtilega pakka og gefur hér nokkrar hugmyndir sem eru til þess fallnar að vekja gleði og kátínu. Aðspurð segist hún ekki ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Ég get þó örugglega ekki stillt mig um að gera eitthvað sjálf. Ég hef til dæmis verið að sauma barnaföt sem rata örugglega í einhverja pakka.“ Elva heldur úti heimilisblogginu verkefnivikunnar.com en þar er hægt að fylgjast með öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nýlega bætti hún við vefverslun með barnfötum og öðru sem sem hún gerir.Mörg börn safna dýrum sem þessum. Í kassanum þarf því ekki endilega að vera gjöf. Það getur allt eins verið nammi eða annað smálegt.Þennan pakka er að sögn Elvu einfalt að gera. Gjöfinni er pakkað inn í hvítan pappír og restin klippt út úr svörtu og hvítu kartoni. Slaufan gerir pakkann jólalegan en annars er þetta hugmynd sem má útfæra við hvaða tilefni sem er.Hér notaði Elva hreindýrastensla og málningu til að þrykkja á einlitan pappír. Hún límdi svo litla dúska á nefin. „Þetta er svolítið seinlegt og það þarf að leyfa málningunni að þorna á milli svo hún klínist ekki út um allt. Það er því um að gera að gefa sér góðan tíma.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Jóla-aspassúpa Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Aðventuhugleiðing - Séra Þór Hauksson Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól