Porsche yfir 200.000 bíla fyrsta sinni Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 16:23 Porsche Cayenne er söluhæsta bílgerð Porsche. GVA Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent
Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent