Fólki finnst það ekki til nokkurs gagns Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 20. nóvember 2015 07:00 Sú orka sem fólk á eftir um sextíu og fimm og sjötíu ára aldur er mjög mikil. Það þarf að nýta þessi verðmæti. Þetta er verðmætur hópur. Hann er á iði um borgina, þetta er fólkið sem fer í leikhús, sem heldur uppi hinu og þessu sem skilar peningum inn í samfélagið. Ég held að menn séu ekki búnir að átta sig á þessu,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Þórunn hefur verið áberandi í baráttu fyrir málefnum eldri borgara síðan hún tók við embættinu fyrir þremur árum. Hún segir stundum talað um að eldri borgarar kosti samfélagið svo mikinn pening af því þeir þurfi svo mikla læknishjálp. „Það er oft horft á að það kostar auðvitað að vera á hjúkrunarheimili, spítala eða fá læknishjálp. En ég veit að þetta er bara brot af þessu. Við erum að skila svo miklu til baka líka. Hversu margir eiga afa og ömmu sem styðja ungu fjölskyldurnar við skutlið, börnin, að halda uppi heimilinu, hjálpa barnabörnunum að læra og lesa og þar fram eftir götunum?“ segir hún og bætir við að það sé gríðarleg reynsla, þekking og stuðningur í eldri borgurum almennt sem hafa unnið í þágu samfélagsins alla sína ævi. Þeir séu fjársjóður. Því sé ömurlegt af því að vita að hópur eldri borgara lifi undir fátæktarmörkum og sé einangraður. „Þessi tilfinning að vera ekki til nokkurs gagns. Þetta er raunin þó að stór hluti af eldri borgurum sé á fleygiferð að sinna sér og sínum. Það er auðvitað svo mikil breidd í þessum hópi. Fólk sem á börn erlendis með barnabörn þar getur oft orðið einmana. Það er þessi margbreytileiki lífsins sem kemur þarna inn. Ég held í öllu falli að einmanaleikinn sé algengari en haldið er.“Í erfiðri stöðuÞórunn segir marga eldri borgara leita til Félags eldri borgara vegna fjárhagsvandræða. „Fólk er fyrst og fremst að spyrja okkur hvað gerist næst í baráttunni um að hækka almannatryggingar. Þessi hópur er blandaður – sumir fá ekki neitt úr lífeyrissjóði, aðrir fá þaðan. Það eru margir hlutir sem hafa áhrif. Fólkið sem kemur til okkar hefur látið okkur hafa gögn um heildartekjur sínar, það er bara þannig að almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu er stillt upp svo að fólk fái ekki of mikið, 200 þúsund og ef þú ert einhleyp þá 225 þúsund og svo tekinn skattur af því. Þetta er ekki hægt. Það er ekki séns að lifa á þessu. Það þarf að velta hverri krónu. Þetta er ekki fólkið sem getur leyft sér að fara í bíó, leikhús eða neitt. Þarf jafnvel að leita til sinna nánustu til að eiga fyrir nauðsynjum. Maður finnur reiði í þessum hóp. Vonleysi og reiði. Allar þessar tilfinningar koma fram,“ segir hún. „Við höfum líka kannski sem þjóð einhvern tímann á lífsleiðinni tapað af því sem til dæmis Danir gera. Þeir leggja fyrir allt sitt líf fyrir efri árunum. Þeir eiga eina bankabók fyrir sumarfrí, eina fyrir föstu útgjöldin og eina fyrir efri árin. Staða margra eldri borgara á Íslandi er slæm og ef þetta fólk missir húsnæði eða eitthvað kemur upp á er voðinn vís. Við vitum dæmi um að fólk búi í lélegu húsnæði, hafi þar einfalt gler og annað slíkt. Þetta fólk er kannski í lélegasta húsnæðinu á leigumarkaði. Það er alls konar svona.“Verra á höfuðborgarsvæðinuÞórunn segir aukningu hafa orðið í því að eldri borgarar leiti til hjálparstofnana á borð við Mæðrastyrksnefnd. Hún segir þann hóp sem þarf sérstaka uppbót frá TR á bilinu 4.100 til 4.200 manns. „Þetta er þyngst á höfuðborgarsvæðinu. Það sem gerir þetta verra hér er hærri húsaleiga, verri samgöngur, þú þarft að fara langt á milli staða í mörgum tilfellum. Fólk úti á landi er oft á tíðum í sínu eigin húsi, býr nær aðstandendum og það er meiri samhjálp milli fólks. Við höfum kannað það aðeins og heyrum að þú ert síður einmana undir slíkum kringumstæðum.“Þórunn SveinbjörnsdóttirEru margir eldri borgarar á leigumarkaði? „Það er töluverður hópur en ekki mjög stór. Það má segja að ef þú ert að borga leigu í kringum 100 þúsund og yfir þá er mjög lítið eftir. Þeir eiga þá eftir að borga síma og þennan venjulega rekstrarkostnað sem fólk er með. Eitt af því sem hefur hækkað mikið á þessu ári eru tryggingar, þær hafa rokið upp og fólk er mjög reitt yfir því. Það eru engin skýr svör við því af hverju þessar hækkanir stafa. Skýrist kannski af fleiri tjónum á síðasta ári eða eins og aðrir á markaði þurfa meiri peninga upp í launakostnað. Ég vil meina að það sé líka af því að tvö tryggingafélög fóru á markað, þau vilja sýna hagnað svo að þeir sem keyptu séu ánægðir. Það held ég að hafi ekki verið gott skref. Við fáum fólk til okkar sem segir okkur frá hækkunum um 100 þúsund milli ára. Það er fáránleg hækkun þegar þú ert að tryggja sama innbú og þú varst með árið áður.“Hafa ekki efni á gjöfumHún segir fjölskyldugerðina skipta máli. „Fólk sem á mörg barnabörn segir okkur oft frá því að það hafi varla efni á afmælis- og jólagjöfum. Og svo þegar stóru árin koma kannski með fermingu og brúðkaupi allt á sama ári þá er fólk jafnvel að leggja fyrir í mörg ár af litlum efnum til þess að taka þátt. Við heyrum líka af því að börn hjálpi foreldrum sínum, þ.e.a.s gera það með því að styðja þau í húsaleigu eða því sem þau eru að gera. Auðvitað var það þannig í gamla daga að afar og ömmur fluttu oft inn til barnanna sinna en maður hélt að þetta væri að líða undir lok. Af því að við erum það efnuð þjóð.“Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við þessari þróun að fólk eigi ekki í sig og á? „Almannatryggingakerfið. Svo hafa lægstu laun í landinu líka verið of lág. En almannatryggingakerfið er búið til á Alþingi og þar þarf fólk að hafa opin augu fyrir þessu. Við verðum að gera betur við þennan hóp. Þeir hafa sagt það stjórnmálamennirnir að þeir vilji gera það – allir sem einn. Við höfum heimsótt Alþingi og alþingismenn, það er vilji en minna um framkvæmdir. Það skiptir máli að allir taki höndum saman og þrýsti á Alþingi að skoða þetta. Ég held að oft hafi skort að upplýsa hver staðan er. Við höfum vandað okkur mjög núna,“ segir hún. „Það er brýnast að losa okkur úr því að til okkar komi fólk með þessa fátækt. Það er eitthvað sem við Íslendingar eigum ekki að líða. Þetta á ekki að vera til og við verðum að finna lausn á þessu vandamáli sem gengur upp.“Þrýsta á stjórnvöldNú þegar hagstæðar blikur eru á lofti í efnahagslífi Íslendinga, af hverju er ekki ráðist í að bæta kjör gamals fólks sem hefur unnið alla ævi?Þórunn segir hafa kveðið við nýjan tón í orðum forsætisráðherra nýverið þar sem hann sagði fjölmarga hafa mátt þola óeðlilegar skerðingar, og tók þar dæmi um eldri borgara sem þyrftu bót sinna mála. Sigmundur sagði Ísland búa yfir nægum auðlindum, framleiðslugetu og þekkingu til þess að allir geti notið velferðar. Til þess þurfi bara skynsemi við stjórn landsins.„Þarna er Sigmundur að segja að við þurfum að fá bót okkar mála. Ég veit að þingmenn ætla að taka þessi mál upp og fylgja þeim eftir.“En hefurðu trú á að eitthvað gerist? „Já, við þrýstum á með því að fara í heimsóknir, í viðtöl og leggjum skjöl fram til að sanna að fólk er í þessum vanda. Tölum um allt mögulegt annað því það er svo margt sem fór á frost við hrunið. Núna er til dæmis búið að leiðrétta þetta með heyrnartækin, að fólk fái meira niðurgreitt, 50 þúsund per eyra. Áður voru þetta 30 þúsund per eyra.“ Þórunn segir tannlækningar annað baráttumál. „Þar hefur ekkert verið gert í meira en tíu ár. Það er hrikalegur munur. Að fara í eina tannviðgerð getur þýtt 15 þúsund krónur, þú ert að fá tvö til þrjú þúsund krónur niðurgreiddar sem var kannski helmingur upphæðarinnar hér áður. Og tannheilsu hefur hrakað meðal þessa hóps, það er ekki spurning.“Vilja umboðsmann aldraðraÞórunn hefur verið ein þeirra sem hafa talað fyrir því að eldri borgarar fái sérstakan umboðsmann. „Við, og Landssamband eldri borgara, teljum að þess þurfi. Það er þingsályktunartillaga sem liggur fyrir á Alþingi og er í fórum Karls Garðarssonar alþingismanns. Við styðjum það og erum enn sannfærð um þörfina á slíku embætti. Það eru svo mörg atriði sem bara verður að laga. Ég nefni sem dæmi bið eftir læknisþjónustu – hún er sums staðar allt of löng. Það þarf að lyfta heilsugæslunni upp á annað plan, gera hana að fyrstu stoppistöð. Ef þú þarft að bíða í sex vikur eftir því að komast til læknis, þá ferðu til sérfræðings og það er orðið margfalt dýrara. Önnur atriði sem eru í raun og veru smávægileg, eins og til dæmis vefurinn hjá Reykjavíkurborg. Hann er of flókinn fyrir eldri borgara, þó þeir séu tölvuvæddir.“Þórunni eru starfslok hugleikin, að það sé mikilvægt að hafa skipulagt sig fram í tímann. Hún segir gríðarlega sniðugt að taka svokölluð starfslokanámskeið þar sem fólki er gert kleift að skipuleggja og undirbúa tímann sem fram undan er. „Við erum með fullt af sjálfboðaliðaverkefnum sem fólk er heillað af. Erum til dæmis með verkefnið Lesa með börnum, auglýsum fyrir marga skóla á haustin í gegnum okkar vef. Það er góður hópur af eldri borgurum sem les með börnum í skólum sem þurfa stuðning við heimanám eða eru af erlendu bergi brotin. Þetta er mjög gefandi starf og yfirleitt eru sjálfboðaliðar mjög ánægðir að hafa tekið þátt í þessu. Ég held að þetta eigi bara eftir að vaxa.“Vantar meiri stuðningHún segir að fólk vanti einnig stuðning þegar það missir maka og vini. „Í mörgum af þessum húsum sem eru eingöngu fyrir eldri borgara þá kannski deyja margir í einu. Að það sé ekki einhver sálrænn stuðningur. Maður heyrir stundum: ég er búin að missa alla vini mína, eða ég er bara að verða ein eftir í þessum hóp af mínum kunningjum. Þetta er rosalega vanmetið. Mörg mörg dæmi, sem maður sér líka, ef að annar makinn hefur verið hraustari og sinnt hinum meira í lokaferlinu missir heilsuna. Það var gerð rannsókn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og það kom í ljós að karlar sem urðu ekklar voru í bráðri hættu fyrsta árið eftir makamissinn. Hætta á sjálfsvígum og þunglyndi. En svo fer þetta mikið eftir því hversu mikill töffari þú ert. Þér finnst þú kannski ekki þurfa áfallahjálp en svo kannski nokkrum vikum seinna kemur stóra sorgin.“Rýmt fyrir yngra fólkiHún segir að þrátt fyrir allt saman sé ekki litið niður á gamalt fólk á Íslandi, þó að margt hafi breyst frá því að hún var sjálf ung. „Maður var látinn standa upp í strætó fyrir gömlu fólki og svona, það er ekki lengur til. En aldursfordómar geta birst í því til dæmis að segja upp fólki fyrir starfslok af því það þarf að rýma fyrir yngra fólki. Og stundum verður auðvitað viss stöðnun. Að hafa lifað í gegnum þessar tæknibyltingar, þar sem maður skrifaði reikninga með handskrift, í gegnum þrjá kalkipappíra þegar maður var tvítugur – allt gerist í vélum og tölvum í dag og þú þarft að fylgjast með öllu. Maður þarf líka að vera tilbúinn til þess að taka við þessum breytingum. En það er upplifun að það sé mjög erfitt að fá vinnu eftir ákveðinn aldur. Svona hefur vinnumarkaðurinn alltaf verið. Ég heyri hjá fólki að það upplifir ákveðna fordóma og finnst ekki tekið mark á því. Það vill hafa áhrif. Margir vilja hafa áhrif í gegnum sína stjórnmálaflokka og hafa beðið um aðstoð við það. Það eru komin núna öflug samtök hjá flestum flokkum fyrir fólk yfir sextugt. Sextíu plús er hjá Samfylkingunni, VG er með hóp sem hittist á kvöldin. SES hópur Sjálfstæðisflokksins hittist á miðvikudögum. Þetta eru allt tiltölulega ný samtök í okkar samfélagi þar sem fólk er að reyna að halda í við flokkana. Eftir því sem sá forystumaður er sterkur inni í flokknum, því meira getur hann ýtt á eftir,“ segir hún.Vantar fleiri eldri borgara á þingÞórunn myndi vilja sjá meiri aldursbreidd á þingi. „Ég vil meina að það eigi að jafna út listana þannig að fólk á öllum aldri skipi þingið, ekki bara unga fólkið. Horfið bara á Bandaríkin. Hvað eru margir forsetar búnir að vera þar komnir yfir sjötugt?“ Þórunn hlær og segir Bandaríkjamenn átta sig á þessum mannauði. „Það er verið að bjóða fólki vinnu tvisvar í viku, ég held að þetta eigi eftir að aukast. Held það verði nýsköpun hjá okkur eldri borgurum inn í framtíðina í einhverju svona. Vegna þess að hugvit hverfur ekkert, við þurfum að nota kollinn til þess að nýta þessa lengingu á lífaldri, sem nú er, til þess að gera sem mest sjálf. Vera ekki upp á aðra komin vegna þess að við getum svo mikið.“Nú hafa hugmyndir þess efnis að Félag eldri borgara í samfloti við Pírata ætli í framboð verið viðraðar víða. Er eitthvað til í þessu?Þórunn hlær. „Nei. En það hefur verið skorað á okkur að stofna stjórnmálaflokk. Þetta eru yfir 40 þúsund atkvæði og það munar um minna. Hins vegar geta félagasamtök ekki farið með félagana og gert þá að einhverju stjórnmálaafli. Í félaginu hjá okkur er fólk í öllum stjórnmálaflokkum og við þurfum fyrst og fremst að hvetja það fólk til að minna sína þingmenn á að standa sig og koma sínu á framfæri. Einhver af okkur eldri borgurum eru örugglega afi og amma þessara ungu þingmanna sem nú eru á þingi. Það þarf að taka það fyrir í jólaboðunum og ræða svolítið við þetta unga fólk að muna eftir öllum aldurshópum,“ segir Þórunn.Talið berst að hjúkrunarheimilum en biðlistar inn á þau hafa lengst. Þórunn segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera þann að fólk er svo veikt þegar það fer inn á hjúkrunarheimilin. „Við getum orðað það þannig að fyrir fimm til sex árum gat fólk jafnvel lifað í þrjú ár á hjúkrunarheimili en í dag er það komið niður undir eitt ár. Þannig að endurnýjunin er ofboðslega ör og þessi efsti aldur reynir mjög á aðstandendur þeirra, til dæmis ef annar maki er veikur en hinn ekki. Það er áhyggjuefni vegna þess að oft verður sá sem er frískur, veikur ef þetta er langt tímabil. Oft einangrast hann eða tekur svo stórar byrðar að það er meira en að segja það. En nú eru margar af læknismeðferðunum komnar inn á heimilin. Það eru mjög skiptar skoðanir um hvort stórar einingar eins og Hrafnista og Grund eigi yfirhöfuð að vera til – eða hvort þetta eigi að vera minni einingar, eins og til dæmis hjá fötluðum. Það er mjög heppilegt, það eru nokkur slík sambýli til en þau eru ekki mörg en reynast ágætlega.“ Hún segir þó breytinga að vænta í þessum efnum. „Bráðum fer kynslóð að komast á þennan efri aldur sem krefst þess að fara í bað á hverjum degi og svona. Það verður núningur. En þá komum við að þessum tæknilausnum, vegna þess að við getum búið lengur heima ef við tökum allt sem er gerast í heiminum í tæknilausnum.“ Raunar segir Þórunn margt mega bæta með tækninni. „Ég held til dæmis að við þurfum að fara í herferð gegn ýmsum lyfjum. Ég held að svefnlyf séu klárlega ofnotuð. Það er til slökunartónlist, raddir, öpp og geisladiskar sem hjálpa til við að ná slökun. Held að þetta sé það sem koma skal. Miklu meiri hætta að fólk detti ef það fer á salerni og hefur tekið svefnlyf. Alls konar afleiðingar, efnið ekki farið úr líkamanum næsta morgun. Svefnlyf geta líka verið góð ofan í skúffu, ef ég sofna ekki þá get ég tekið þau en ég þarf þau ekki ef ég sofna.“Hreyfing lengir lífiðHún segir hreyfingu og félagslíf eitt af því allra mikilvægasta hjá öllu fólki, líka eldri borgurum. Sjálf er Þórunn skógarbóndi og veit ekkert betra en að vera í moldinni að planta trjám. „Það er það sem gefur mér gleðina í lífinu og jákvæðnina. Við hjónin erum búin að setja niður 38 þúsund plöntur,“ útskýrir Þórunn stolt. „Allir sem koma nálægt einhverjum gróðri græða líka sálina. Græn orka er svo góð orka.“Félag eldri borgara er duglegt að halda úti danskennslu og dansleikjum. „Þeir lifa lengst sem dansa!“ Auk dansins nefnir Þórunn allt mögulegt; skák og söngvökur. „Auðvitað er þetta ein hliðin á því sem við erum að gera. Minn tími fer mikið í baráttuna og að tala um málefni eldri borgara sem víðast eða styðja við verkefni. Taka þátt í ráðstefnum, fundum og öðru slíku.Ég er búin að hafa áhuga fyrir þessu mjög lengi. Ég er baráttumanneskja. Ég hef bara gaman af því að breyta einhverju.“Sjálf ætlar Þórunn að leggja til að haldin verði Iceland Airwaves Gold hátíð – sérstaklega fyrir eldri borgara. Hugmyndin kviknaði eftir heimsókn Þórunnar til dóttur sinnar í lítinn bæ í Danmörku þar sem bærinn iðaði af lífi þegar tónlistarhátíð var haldin þar og sérstaklega miðað við aldurshópinn 55 plús. „Ég hugsaði með mér jahérna, af hverju gerum við ekki eitthvað svona? Svo þegar Airwaves var um daginn þá hugsaði ég núna búum við til Airwaves Gold fyrir eldri borgara. Tina Turner mætir, David Bowie og þessir karlar sem eru enn að og Jaggerinn.“ Hún segist sjá fyrir sér að hátíðin verði haldin að vori. „Við erum jafn mikið til og allir aðrir, þess vegna held ég að þetta geti verið vel framkvæmanlegt. Það er svo mikill fjársjóður í þessum hópi. Hann getur svo margt.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sú orka sem fólk á eftir um sextíu og fimm og sjötíu ára aldur er mjög mikil. Það þarf að nýta þessi verðmæti. Þetta er verðmætur hópur. Hann er á iði um borgina, þetta er fólkið sem fer í leikhús, sem heldur uppi hinu og þessu sem skilar peningum inn í samfélagið. Ég held að menn séu ekki búnir að átta sig á þessu,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Þórunn hefur verið áberandi í baráttu fyrir málefnum eldri borgara síðan hún tók við embættinu fyrir þremur árum. Hún segir stundum talað um að eldri borgarar kosti samfélagið svo mikinn pening af því þeir þurfi svo mikla læknishjálp. „Það er oft horft á að það kostar auðvitað að vera á hjúkrunarheimili, spítala eða fá læknishjálp. En ég veit að þetta er bara brot af þessu. Við erum að skila svo miklu til baka líka. Hversu margir eiga afa og ömmu sem styðja ungu fjölskyldurnar við skutlið, börnin, að halda uppi heimilinu, hjálpa barnabörnunum að læra og lesa og þar fram eftir götunum?“ segir hún og bætir við að það sé gríðarleg reynsla, þekking og stuðningur í eldri borgurum almennt sem hafa unnið í þágu samfélagsins alla sína ævi. Þeir séu fjársjóður. Því sé ömurlegt af því að vita að hópur eldri borgara lifi undir fátæktarmörkum og sé einangraður. „Þessi tilfinning að vera ekki til nokkurs gagns. Þetta er raunin þó að stór hluti af eldri borgurum sé á fleygiferð að sinna sér og sínum. Það er auðvitað svo mikil breidd í þessum hópi. Fólk sem á börn erlendis með barnabörn þar getur oft orðið einmana. Það er þessi margbreytileiki lífsins sem kemur þarna inn. Ég held í öllu falli að einmanaleikinn sé algengari en haldið er.“Í erfiðri stöðuÞórunn segir marga eldri borgara leita til Félags eldri borgara vegna fjárhagsvandræða. „Fólk er fyrst og fremst að spyrja okkur hvað gerist næst í baráttunni um að hækka almannatryggingar. Þessi hópur er blandaður – sumir fá ekki neitt úr lífeyrissjóði, aðrir fá þaðan. Það eru margir hlutir sem hafa áhrif. Fólkið sem kemur til okkar hefur látið okkur hafa gögn um heildartekjur sínar, það er bara þannig að almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu er stillt upp svo að fólk fái ekki of mikið, 200 þúsund og ef þú ert einhleyp þá 225 þúsund og svo tekinn skattur af því. Þetta er ekki hægt. Það er ekki séns að lifa á þessu. Það þarf að velta hverri krónu. Þetta er ekki fólkið sem getur leyft sér að fara í bíó, leikhús eða neitt. Þarf jafnvel að leita til sinna nánustu til að eiga fyrir nauðsynjum. Maður finnur reiði í þessum hóp. Vonleysi og reiði. Allar þessar tilfinningar koma fram,“ segir hún. „Við höfum líka kannski sem þjóð einhvern tímann á lífsleiðinni tapað af því sem til dæmis Danir gera. Þeir leggja fyrir allt sitt líf fyrir efri árunum. Þeir eiga eina bankabók fyrir sumarfrí, eina fyrir föstu útgjöldin og eina fyrir efri árin. Staða margra eldri borgara á Íslandi er slæm og ef þetta fólk missir húsnæði eða eitthvað kemur upp á er voðinn vís. Við vitum dæmi um að fólk búi í lélegu húsnæði, hafi þar einfalt gler og annað slíkt. Þetta fólk er kannski í lélegasta húsnæðinu á leigumarkaði. Það er alls konar svona.“Verra á höfuðborgarsvæðinuÞórunn segir aukningu hafa orðið í því að eldri borgarar leiti til hjálparstofnana á borð við Mæðrastyrksnefnd. Hún segir þann hóp sem þarf sérstaka uppbót frá TR á bilinu 4.100 til 4.200 manns. „Þetta er þyngst á höfuðborgarsvæðinu. Það sem gerir þetta verra hér er hærri húsaleiga, verri samgöngur, þú þarft að fara langt á milli staða í mörgum tilfellum. Fólk úti á landi er oft á tíðum í sínu eigin húsi, býr nær aðstandendum og það er meiri samhjálp milli fólks. Við höfum kannað það aðeins og heyrum að þú ert síður einmana undir slíkum kringumstæðum.“Þórunn SveinbjörnsdóttirEru margir eldri borgarar á leigumarkaði? „Það er töluverður hópur en ekki mjög stór. Það má segja að ef þú ert að borga leigu í kringum 100 þúsund og yfir þá er mjög lítið eftir. Þeir eiga þá eftir að borga síma og þennan venjulega rekstrarkostnað sem fólk er með. Eitt af því sem hefur hækkað mikið á þessu ári eru tryggingar, þær hafa rokið upp og fólk er mjög reitt yfir því. Það eru engin skýr svör við því af hverju þessar hækkanir stafa. Skýrist kannski af fleiri tjónum á síðasta ári eða eins og aðrir á markaði þurfa meiri peninga upp í launakostnað. Ég vil meina að það sé líka af því að tvö tryggingafélög fóru á markað, þau vilja sýna hagnað svo að þeir sem keyptu séu ánægðir. Það held ég að hafi ekki verið gott skref. Við fáum fólk til okkar sem segir okkur frá hækkunum um 100 þúsund milli ára. Það er fáránleg hækkun þegar þú ert að tryggja sama innbú og þú varst með árið áður.“Hafa ekki efni á gjöfumHún segir fjölskyldugerðina skipta máli. „Fólk sem á mörg barnabörn segir okkur oft frá því að það hafi varla efni á afmælis- og jólagjöfum. Og svo þegar stóru árin koma kannski með fermingu og brúðkaupi allt á sama ári þá er fólk jafnvel að leggja fyrir í mörg ár af litlum efnum til þess að taka þátt. Við heyrum líka af því að börn hjálpi foreldrum sínum, þ.e.a.s gera það með því að styðja þau í húsaleigu eða því sem þau eru að gera. Auðvitað var það þannig í gamla daga að afar og ömmur fluttu oft inn til barnanna sinna en maður hélt að þetta væri að líða undir lok. Af því að við erum það efnuð þjóð.“Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við þessari þróun að fólk eigi ekki í sig og á? „Almannatryggingakerfið. Svo hafa lægstu laun í landinu líka verið of lág. En almannatryggingakerfið er búið til á Alþingi og þar þarf fólk að hafa opin augu fyrir þessu. Við verðum að gera betur við þennan hóp. Þeir hafa sagt það stjórnmálamennirnir að þeir vilji gera það – allir sem einn. Við höfum heimsótt Alþingi og alþingismenn, það er vilji en minna um framkvæmdir. Það skiptir máli að allir taki höndum saman og þrýsti á Alþingi að skoða þetta. Ég held að oft hafi skort að upplýsa hver staðan er. Við höfum vandað okkur mjög núna,“ segir hún. „Það er brýnast að losa okkur úr því að til okkar komi fólk með þessa fátækt. Það er eitthvað sem við Íslendingar eigum ekki að líða. Þetta á ekki að vera til og við verðum að finna lausn á þessu vandamáli sem gengur upp.“Þrýsta á stjórnvöldNú þegar hagstæðar blikur eru á lofti í efnahagslífi Íslendinga, af hverju er ekki ráðist í að bæta kjör gamals fólks sem hefur unnið alla ævi?Þórunn segir hafa kveðið við nýjan tón í orðum forsætisráðherra nýverið þar sem hann sagði fjölmarga hafa mátt þola óeðlilegar skerðingar, og tók þar dæmi um eldri borgara sem þyrftu bót sinna mála. Sigmundur sagði Ísland búa yfir nægum auðlindum, framleiðslugetu og þekkingu til þess að allir geti notið velferðar. Til þess þurfi bara skynsemi við stjórn landsins.„Þarna er Sigmundur að segja að við þurfum að fá bót okkar mála. Ég veit að þingmenn ætla að taka þessi mál upp og fylgja þeim eftir.“En hefurðu trú á að eitthvað gerist? „Já, við þrýstum á með því að fara í heimsóknir, í viðtöl og leggjum skjöl fram til að sanna að fólk er í þessum vanda. Tölum um allt mögulegt annað því það er svo margt sem fór á frost við hrunið. Núna er til dæmis búið að leiðrétta þetta með heyrnartækin, að fólk fái meira niðurgreitt, 50 þúsund per eyra. Áður voru þetta 30 þúsund per eyra.“ Þórunn segir tannlækningar annað baráttumál. „Þar hefur ekkert verið gert í meira en tíu ár. Það er hrikalegur munur. Að fara í eina tannviðgerð getur þýtt 15 þúsund krónur, þú ert að fá tvö til þrjú þúsund krónur niðurgreiddar sem var kannski helmingur upphæðarinnar hér áður. Og tannheilsu hefur hrakað meðal þessa hóps, það er ekki spurning.“Vilja umboðsmann aldraðraÞórunn hefur verið ein þeirra sem hafa talað fyrir því að eldri borgarar fái sérstakan umboðsmann. „Við, og Landssamband eldri borgara, teljum að þess þurfi. Það er þingsályktunartillaga sem liggur fyrir á Alþingi og er í fórum Karls Garðarssonar alþingismanns. Við styðjum það og erum enn sannfærð um þörfina á slíku embætti. Það eru svo mörg atriði sem bara verður að laga. Ég nefni sem dæmi bið eftir læknisþjónustu – hún er sums staðar allt of löng. Það þarf að lyfta heilsugæslunni upp á annað plan, gera hana að fyrstu stoppistöð. Ef þú þarft að bíða í sex vikur eftir því að komast til læknis, þá ferðu til sérfræðings og það er orðið margfalt dýrara. Önnur atriði sem eru í raun og veru smávægileg, eins og til dæmis vefurinn hjá Reykjavíkurborg. Hann er of flókinn fyrir eldri borgara, þó þeir séu tölvuvæddir.“Þórunni eru starfslok hugleikin, að það sé mikilvægt að hafa skipulagt sig fram í tímann. Hún segir gríðarlega sniðugt að taka svokölluð starfslokanámskeið þar sem fólki er gert kleift að skipuleggja og undirbúa tímann sem fram undan er. „Við erum með fullt af sjálfboðaliðaverkefnum sem fólk er heillað af. Erum til dæmis með verkefnið Lesa með börnum, auglýsum fyrir marga skóla á haustin í gegnum okkar vef. Það er góður hópur af eldri borgurum sem les með börnum í skólum sem þurfa stuðning við heimanám eða eru af erlendu bergi brotin. Þetta er mjög gefandi starf og yfirleitt eru sjálfboðaliðar mjög ánægðir að hafa tekið þátt í þessu. Ég held að þetta eigi bara eftir að vaxa.“Vantar meiri stuðningHún segir að fólk vanti einnig stuðning þegar það missir maka og vini. „Í mörgum af þessum húsum sem eru eingöngu fyrir eldri borgara þá kannski deyja margir í einu. Að það sé ekki einhver sálrænn stuðningur. Maður heyrir stundum: ég er búin að missa alla vini mína, eða ég er bara að verða ein eftir í þessum hóp af mínum kunningjum. Þetta er rosalega vanmetið. Mörg mörg dæmi, sem maður sér líka, ef að annar makinn hefur verið hraustari og sinnt hinum meira í lokaferlinu missir heilsuna. Það var gerð rannsókn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og það kom í ljós að karlar sem urðu ekklar voru í bráðri hættu fyrsta árið eftir makamissinn. Hætta á sjálfsvígum og þunglyndi. En svo fer þetta mikið eftir því hversu mikill töffari þú ert. Þér finnst þú kannski ekki þurfa áfallahjálp en svo kannski nokkrum vikum seinna kemur stóra sorgin.“Rýmt fyrir yngra fólkiHún segir að þrátt fyrir allt saman sé ekki litið niður á gamalt fólk á Íslandi, þó að margt hafi breyst frá því að hún var sjálf ung. „Maður var látinn standa upp í strætó fyrir gömlu fólki og svona, það er ekki lengur til. En aldursfordómar geta birst í því til dæmis að segja upp fólki fyrir starfslok af því það þarf að rýma fyrir yngra fólki. Og stundum verður auðvitað viss stöðnun. Að hafa lifað í gegnum þessar tæknibyltingar, þar sem maður skrifaði reikninga með handskrift, í gegnum þrjá kalkipappíra þegar maður var tvítugur – allt gerist í vélum og tölvum í dag og þú þarft að fylgjast með öllu. Maður þarf líka að vera tilbúinn til þess að taka við þessum breytingum. En það er upplifun að það sé mjög erfitt að fá vinnu eftir ákveðinn aldur. Svona hefur vinnumarkaðurinn alltaf verið. Ég heyri hjá fólki að það upplifir ákveðna fordóma og finnst ekki tekið mark á því. Það vill hafa áhrif. Margir vilja hafa áhrif í gegnum sína stjórnmálaflokka og hafa beðið um aðstoð við það. Það eru komin núna öflug samtök hjá flestum flokkum fyrir fólk yfir sextugt. Sextíu plús er hjá Samfylkingunni, VG er með hóp sem hittist á kvöldin. SES hópur Sjálfstæðisflokksins hittist á miðvikudögum. Þetta eru allt tiltölulega ný samtök í okkar samfélagi þar sem fólk er að reyna að halda í við flokkana. Eftir því sem sá forystumaður er sterkur inni í flokknum, því meira getur hann ýtt á eftir,“ segir hún.Vantar fleiri eldri borgara á þingÞórunn myndi vilja sjá meiri aldursbreidd á þingi. „Ég vil meina að það eigi að jafna út listana þannig að fólk á öllum aldri skipi þingið, ekki bara unga fólkið. Horfið bara á Bandaríkin. Hvað eru margir forsetar búnir að vera þar komnir yfir sjötugt?“ Þórunn hlær og segir Bandaríkjamenn átta sig á þessum mannauði. „Það er verið að bjóða fólki vinnu tvisvar í viku, ég held að þetta eigi eftir að aukast. Held það verði nýsköpun hjá okkur eldri borgurum inn í framtíðina í einhverju svona. Vegna þess að hugvit hverfur ekkert, við þurfum að nota kollinn til þess að nýta þessa lengingu á lífaldri, sem nú er, til þess að gera sem mest sjálf. Vera ekki upp á aðra komin vegna þess að við getum svo mikið.“Nú hafa hugmyndir þess efnis að Félag eldri borgara í samfloti við Pírata ætli í framboð verið viðraðar víða. Er eitthvað til í þessu?Þórunn hlær. „Nei. En það hefur verið skorað á okkur að stofna stjórnmálaflokk. Þetta eru yfir 40 þúsund atkvæði og það munar um minna. Hins vegar geta félagasamtök ekki farið með félagana og gert þá að einhverju stjórnmálaafli. Í félaginu hjá okkur er fólk í öllum stjórnmálaflokkum og við þurfum fyrst og fremst að hvetja það fólk til að minna sína þingmenn á að standa sig og koma sínu á framfæri. Einhver af okkur eldri borgurum eru örugglega afi og amma þessara ungu þingmanna sem nú eru á þingi. Það þarf að taka það fyrir í jólaboðunum og ræða svolítið við þetta unga fólk að muna eftir öllum aldurshópum,“ segir Þórunn.Talið berst að hjúkrunarheimilum en biðlistar inn á þau hafa lengst. Þórunn segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera þann að fólk er svo veikt þegar það fer inn á hjúkrunarheimilin. „Við getum orðað það þannig að fyrir fimm til sex árum gat fólk jafnvel lifað í þrjú ár á hjúkrunarheimili en í dag er það komið niður undir eitt ár. Þannig að endurnýjunin er ofboðslega ör og þessi efsti aldur reynir mjög á aðstandendur þeirra, til dæmis ef annar maki er veikur en hinn ekki. Það er áhyggjuefni vegna þess að oft verður sá sem er frískur, veikur ef þetta er langt tímabil. Oft einangrast hann eða tekur svo stórar byrðar að það er meira en að segja það. En nú eru margar af læknismeðferðunum komnar inn á heimilin. Það eru mjög skiptar skoðanir um hvort stórar einingar eins og Hrafnista og Grund eigi yfirhöfuð að vera til – eða hvort þetta eigi að vera minni einingar, eins og til dæmis hjá fötluðum. Það er mjög heppilegt, það eru nokkur slík sambýli til en þau eru ekki mörg en reynast ágætlega.“ Hún segir þó breytinga að vænta í þessum efnum. „Bráðum fer kynslóð að komast á þennan efri aldur sem krefst þess að fara í bað á hverjum degi og svona. Það verður núningur. En þá komum við að þessum tæknilausnum, vegna þess að við getum búið lengur heima ef við tökum allt sem er gerast í heiminum í tæknilausnum.“ Raunar segir Þórunn margt mega bæta með tækninni. „Ég held til dæmis að við þurfum að fara í herferð gegn ýmsum lyfjum. Ég held að svefnlyf séu klárlega ofnotuð. Það er til slökunartónlist, raddir, öpp og geisladiskar sem hjálpa til við að ná slökun. Held að þetta sé það sem koma skal. Miklu meiri hætta að fólk detti ef það fer á salerni og hefur tekið svefnlyf. Alls konar afleiðingar, efnið ekki farið úr líkamanum næsta morgun. Svefnlyf geta líka verið góð ofan í skúffu, ef ég sofna ekki þá get ég tekið þau en ég þarf þau ekki ef ég sofna.“Hreyfing lengir lífiðHún segir hreyfingu og félagslíf eitt af því allra mikilvægasta hjá öllu fólki, líka eldri borgurum. Sjálf er Þórunn skógarbóndi og veit ekkert betra en að vera í moldinni að planta trjám. „Það er það sem gefur mér gleðina í lífinu og jákvæðnina. Við hjónin erum búin að setja niður 38 þúsund plöntur,“ útskýrir Þórunn stolt. „Allir sem koma nálægt einhverjum gróðri græða líka sálina. Græn orka er svo góð orka.“Félag eldri borgara er duglegt að halda úti danskennslu og dansleikjum. „Þeir lifa lengst sem dansa!“ Auk dansins nefnir Þórunn allt mögulegt; skák og söngvökur. „Auðvitað er þetta ein hliðin á því sem við erum að gera. Minn tími fer mikið í baráttuna og að tala um málefni eldri borgara sem víðast eða styðja við verkefni. Taka þátt í ráðstefnum, fundum og öðru slíku.Ég er búin að hafa áhuga fyrir þessu mjög lengi. Ég er baráttumanneskja. Ég hef bara gaman af því að breyta einhverju.“Sjálf ætlar Þórunn að leggja til að haldin verði Iceland Airwaves Gold hátíð – sérstaklega fyrir eldri borgara. Hugmyndin kviknaði eftir heimsókn Þórunnar til dóttur sinnar í lítinn bæ í Danmörku þar sem bærinn iðaði af lífi þegar tónlistarhátíð var haldin þar og sérstaklega miðað við aldurshópinn 55 plús. „Ég hugsaði með mér jahérna, af hverju gerum við ekki eitthvað svona? Svo þegar Airwaves var um daginn þá hugsaði ég núna búum við til Airwaves Gold fyrir eldri borgara. Tina Turner mætir, David Bowie og þessir karlar sem eru enn að og Jaggerinn.“ Hún segist sjá fyrir sér að hátíðin verði haldin að vori. „Við erum jafn mikið til og allir aðrir, þess vegna held ég að þetta geti verið vel framkvæmanlegt. Það er svo mikill fjársjóður í þessum hópi. Hann getur svo margt.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira