Panthers fyrst í tíu sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2015 09:08 Lífið er ljúft hjá Cam Newton og félögum í Carolina. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo
NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn