Listaverk og fornmunir í hættu Svavar Hávarðsson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ólöf K. Sigurðardóttir Ómetanleg listaverk, skjöl, fornmunir og annar safnkostur er geymdur á því svæði í miðborg Reykjavíkur þar sem hættast er við skemmdum við stórt sjávarflóð. Þar á meðal eru 3.000 listaverk í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og fornmunir sem eru hluti af Landnámssýningunni 871±2 í Aðalstræti. Þetta kemur fram í skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingar Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík. Þekkt er að í Kvosinni í Reykjavík og á svæðinu sunnan Tjarnarinnar er sérstaklega hætt við flóðum vegna landfræðilegra aðstæðna. Á þessu svæði eru margar mikilvægar byggingar, svo sem Alþingishúsið, Ráðhúsið, Stjórnarráðið, Seðlabankinn og Norræna húsið. Skemmdir á innviðum, aðallega rafkerfum, og vatnsskemmdir á þeim 140 byggingum og innanstokksmunum þeirra sem flóðið gæti náð til yrðu tilfinnanlegar – 300 til þúsund milljónir. Hins vegar er verðmæti sem ekki verða endurheimt víða að finna; listaverk, antíkmuni, fornmuni og skjalasöfn sem ekki eru til afrit af. Lausleg athugun skýrsluhöfunda leiddi til dæmis í ljós að í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur er geymdur langstærsti hluti 30 ára réttarsögu dómstólsins, og ekki er til afrit af megninu af skjalasafninu. Í kjallara Seðlabankans eru geymdar höggmyndir og í húsi Tollstjóra við Tryggvagötu ýmis skjöl, en verðmæti þeirra hefur ekki verið metið. Um 3.000 listaverk eru í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, einnig við Tryggvagötu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að þau listaverk sem geymd eru á jarðhæð Hafnarhússins séu verk eftir Erró, og samtímaverk. Þar eru ekki geymd verk gömlu meistaranna eins og Jóhannesar Kjarval, Ásmundar Sveinssonar og fleiri. Verk þeirra eru öll annars staðar í geymslum Listasafnsins. „Það hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera geymslur í Hafnarhúsinu vatnsþéttar en fari miðborgin undir vatn þá munu þær ekki halda frekar en aðrar á þessu svæði,“ segir Ólöf og bætir við að alltaf sé tækifæri til að flytja safnkostinn á öruggan stað.Mörg þeirra verka sem eru í geymslum Hafnarhússins eru eftir Erró auk samtímaverka. fréttablaðið/antonNiðurstöður skýrslunnar séu hins vegar umhugsunarefni þó að viðbragðsáætlanir séu til í safninu fyrir margs konar aðstæður sem komið geta upp. Skýrslan er nú til skoðunar hjá yfirvöldum í Reykjavík og Ólöf býst fastlega við að borgaryfirvöld bregðist við og það nái til listasafnsins sem annarra stofnana á vegum borgarinnar. Landnámssýningin í Aðalstræti er sérstaklega veik fyrir, er að skilja af skýrslunni. „Öll sýningin er neðanjarðar og ljóst að þó svo lítið flóð kæmi væri Landnámssýningin með fyrstu stöðum að fara undir vatn. [...] Ef grunnvatn hækkar mikið getur flætt inn í húsnæðið innan frá. Á sýningunni er að finna mikið af ómetanlegum fornmunum, en flestum væri þó hægt að bjarga með auðveldum hætti ef það færi að flæða. Engin viðbragðsáætlun er til við flóði. Óvíst er hver áhrif flóðs myndu vera fyrir sjálfa rústina,“ segir í skýrslunni. Hægt að spá flóðum langt fram í tímannVeðurfræðilegir atburðir hafa ákveðinn aðdraganda og bæði þarf að vera stórstraumsflóð og djúp lægð að ganga yfir landið. Sjávarföll er hægt að spá fyrir um langt fram í tímann og einnig er vel fylgst með veðri við Ísland, svo viðunandi viðbragðstími vegna flóða af veðurfræðilegum uppruna ætti ekki að vera vandkvæðum háður. Þegar spáð er fyrir um djúpa lægð og stórstreymi sér Veðurstofa Íslands um að gefa út sjávarflóðaviðvörun samhliða almennri veðurspá. Almannavarnir vinna úr þessum upplýsingum frá Veðurstofunni og gera viðeigandi ráðstafanir. Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ómetanleg listaverk, skjöl, fornmunir og annar safnkostur er geymdur á því svæði í miðborg Reykjavíkur þar sem hættast er við skemmdum við stórt sjávarflóð. Þar á meðal eru 3.000 listaverk í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og fornmunir sem eru hluti af Landnámssýningunni 871±2 í Aðalstræti. Þetta kemur fram í skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingar Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík. Þekkt er að í Kvosinni í Reykjavík og á svæðinu sunnan Tjarnarinnar er sérstaklega hætt við flóðum vegna landfræðilegra aðstæðna. Á þessu svæði eru margar mikilvægar byggingar, svo sem Alþingishúsið, Ráðhúsið, Stjórnarráðið, Seðlabankinn og Norræna húsið. Skemmdir á innviðum, aðallega rafkerfum, og vatnsskemmdir á þeim 140 byggingum og innanstokksmunum þeirra sem flóðið gæti náð til yrðu tilfinnanlegar – 300 til þúsund milljónir. Hins vegar er verðmæti sem ekki verða endurheimt víða að finna; listaverk, antíkmuni, fornmuni og skjalasöfn sem ekki eru til afrit af. Lausleg athugun skýrsluhöfunda leiddi til dæmis í ljós að í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur er geymdur langstærsti hluti 30 ára réttarsögu dómstólsins, og ekki er til afrit af megninu af skjalasafninu. Í kjallara Seðlabankans eru geymdar höggmyndir og í húsi Tollstjóra við Tryggvagötu ýmis skjöl, en verðmæti þeirra hefur ekki verið metið. Um 3.000 listaverk eru í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, einnig við Tryggvagötu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að þau listaverk sem geymd eru á jarðhæð Hafnarhússins séu verk eftir Erró, og samtímaverk. Þar eru ekki geymd verk gömlu meistaranna eins og Jóhannesar Kjarval, Ásmundar Sveinssonar og fleiri. Verk þeirra eru öll annars staðar í geymslum Listasafnsins. „Það hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera geymslur í Hafnarhúsinu vatnsþéttar en fari miðborgin undir vatn þá munu þær ekki halda frekar en aðrar á þessu svæði,“ segir Ólöf og bætir við að alltaf sé tækifæri til að flytja safnkostinn á öruggan stað.Mörg þeirra verka sem eru í geymslum Hafnarhússins eru eftir Erró auk samtímaverka. fréttablaðið/antonNiðurstöður skýrslunnar séu hins vegar umhugsunarefni þó að viðbragðsáætlanir séu til í safninu fyrir margs konar aðstæður sem komið geta upp. Skýrslan er nú til skoðunar hjá yfirvöldum í Reykjavík og Ólöf býst fastlega við að borgaryfirvöld bregðist við og það nái til listasafnsins sem annarra stofnana á vegum borgarinnar. Landnámssýningin í Aðalstræti er sérstaklega veik fyrir, er að skilja af skýrslunni. „Öll sýningin er neðanjarðar og ljóst að þó svo lítið flóð kæmi væri Landnámssýningin með fyrstu stöðum að fara undir vatn. [...] Ef grunnvatn hækkar mikið getur flætt inn í húsnæðið innan frá. Á sýningunni er að finna mikið af ómetanlegum fornmunum, en flestum væri þó hægt að bjarga með auðveldum hætti ef það færi að flæða. Engin viðbragðsáætlun er til við flóði. Óvíst er hver áhrif flóðs myndu vera fyrir sjálfa rústina,“ segir í skýrslunni. Hægt að spá flóðum langt fram í tímannVeðurfræðilegir atburðir hafa ákveðinn aðdraganda og bæði þarf að vera stórstraumsflóð og djúp lægð að ganga yfir landið. Sjávarföll er hægt að spá fyrir um langt fram í tímann og einnig er vel fylgst með veðri við Ísland, svo viðunandi viðbragðstími vegna flóða af veðurfræðilegum uppruna ætti ekki að vera vandkvæðum háður. Þegar spáð er fyrir um djúpa lægð og stórstreymi sér Veðurstofa Íslands um að gefa út sjávarflóðaviðvörun samhliða almennri veðurspá. Almannavarnir vinna úr þessum upplýsingum frá Veðurstofunni og gera viðeigandi ráðstafanir.
Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira