Geely ætlar að rafmagnsvæða alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:10 Geely Emgrand. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent