Spaugstofan er að rífa þakið af Þjóðleikhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 16:09 Spaugstofumenn trylla lýðinn í Þjóðleikhúsinu; þeir eiga enn heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin hjá þeim. Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu. Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu.
Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira