Dæmdur fyrir frelsissviptingu í síðustu viku og fær 19 milljónir í bætur í þessari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2015 15:54 Sigurþór rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku. Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku.
Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38
Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44