Dæmdur fyrir frelsissviptingu í síðustu viku og fær 19 milljónir í bætur í þessari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2015 15:54 Sigurþór rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku. Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku.
Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38
Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent