„Lítum á þetta sem hreingerningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 18:44 Ólögleg efni. vísir/getty Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu. Aðrar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu.
Aðrar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira