Það verður smá gaul í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:45 „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur,“ segir Ólafur Kjartan. Vísir/Ernir Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“ Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp