Heimafólk vildi horfa á flugvélar og fylgjast með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 10:15 "Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til,“ segir Friðþór. Vísir/Anton Brink „Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“ Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“
Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira