Drift í yfirgefinni verslunarmiðstöð Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 09:42 Vart er hægt að gefa góðum drifturum betra leiksvæði en stóra yfirgefna verslunarmiðstöð sem leikvöll. Það fengu þó ökumennirnir Chris Forsberg og Ryan Tuerck sem leiksvæði, en Howthorne Plaza Shopping Center var opnað árið 1977, en lagt af árið 1999. Ökumennirnir höfðu undir höndum tvo Nissan 370Z bíla, samtals með um 1.000 hestöfl undir húddinu og því eru þessir bílar fremur hæfir til drifts. Howthorne Plaza Shopping Center var einmitt notað við tökur á myndinni Fast and the Furious: Tokyo Drift og við tökur á ýmsum öðrum kvikmyndum. Ekki verður annað sagt en að þessi verslunarmiðstöð sé kjörinn leikvangur fyrir eins hæfa driftara og þeir Chris og Ryan eru og víst er að þeir hafa skemmt sér við þessar tökur. Þær voru gerðar af undirlagi Hoonigan fataframleiðandans og Nissan Motors í tilefni Black Friday dagsins sem er á morgun í Bandaríkjunum og tengist Thanksgiving hátíðinni nú um helgina. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent
Vart er hægt að gefa góðum drifturum betra leiksvæði en stóra yfirgefna verslunarmiðstöð sem leikvöll. Það fengu þó ökumennirnir Chris Forsberg og Ryan Tuerck sem leiksvæði, en Howthorne Plaza Shopping Center var opnað árið 1977, en lagt af árið 1999. Ökumennirnir höfðu undir höndum tvo Nissan 370Z bíla, samtals með um 1.000 hestöfl undir húddinu og því eru þessir bílar fremur hæfir til drifts. Howthorne Plaza Shopping Center var einmitt notað við tökur á myndinni Fast and the Furious: Tokyo Drift og við tökur á ýmsum öðrum kvikmyndum. Ekki verður annað sagt en að þessi verslunarmiðstöð sé kjörinn leikvangur fyrir eins hæfa driftara og þeir Chris og Ryan eru og víst er að þeir hafa skemmt sér við þessar tökur. Þær voru gerðar af undirlagi Hoonigan fataframleiðandans og Nissan Motors í tilefni Black Friday dagsins sem er á morgun í Bandaríkjunum og tengist Thanksgiving hátíðinni nú um helgina.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent