Leika á ensku en syngja og blóta á íslensku Magnús Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2015 10:26 Agnes Wild er höfundur og leikstjóri Kate og leikur í verkinu. Visir/Anton Brink Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingum gefst kostur á að sjá íslenskan gamanleik á ensku en með íslenskum söngvum um íslenskt fjölskyldu- og herstöðvalíf í seinni heimsstyrjöldinni í Reykjavík. Í kvöld er frumsýndur í Tjarnarbíói gamanleikurinn Kate eftir Agnesi Wild sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar. Agnes lærði leiklist á Englandi og bjó þar í fimm ár þannig að enskan er ekki að vefjast fyrir henni. „Ég skrifaði þetta meðfram skólanum sem ég var í, East 15 Acting School, og þar stofnaði ég líka leikhópinn minn Lost Watch árið 2013 ásamt Oliviu Hirst og Riönnu Dearden sem eru líka með í þessari sýningu. Við erum búnar að setja upp þrjár sýningar saman og erum að vinna núna að þeirri fjórðu sem verður vonandi frumsýnd á næsta ári. Kate er fyrsta samstarfssýningin við Miðnætti en sá leikhópur samanstendur af mér, Sigrúnu Harðardóttur tónlistarkonu og Evu Björgu Harðardóttur leikmynda- og búningahönnuði.“Kate lendir í ýmsum ævintýrum í Reykjavík.Visir/Anton BrinkAgnes segir að kveikjan að verkinu hafa verið að þegar hún var úti fannst henni að Bretar hreinlega vissu ekki að þeir hefðu verið hér með her á stríðsárunum. „Það voru allir mjög hissa á þessu öllu saman svo ég ákvað að skrifa leikrit um þetta. Það hefur vakið mikla lukku því við eigum þarna sameiginlega sögu sem hefur verið með öllu týnd Bretunum þó svo að hún sé vel þekkt hér. Mér finnst þó oft gleymast bresku strákarnir sem komu fyrst og voru hérna í ár, svona af því að þeir bandarísku voru náttúrulega miklu meira töff. Bretarnir voru bara litlir aumingjalegir strákar, svona átján nítján ára þegar þeir voru sendir hingað og þeir voru óneitanlega svona soldið týndir. Leikritið er svo út frá sjónarhorni einnar fjölskyldu í Reykjavík. Þetta er byggt á sannsögulegum atburðum en sagan í sjálfu sér uppspuni ef svo má segja. Þetta fjallar um Kate, eða Katrínu upp á íslenskuna, sem flytur frá Ólafsvík til Reykjavíkur á stríðsárunum til þess að vinna og læra ensku. Hún flytur inn til Júlíu og Davíðs, fólks sem á og rekur söluturn við Hverfisgötu, en þau eiga dóttur sem heitir Selma og er í ástandinu eins og sagt var. Selma er að sofa hjá alls konar hermönnum en Kate verður meira ástfangin og það er svona rómantíski þráðurinn í verkinu.Visir/Anton BrinkVið frumsýndum í Edinborg og sýndum þar hátt í þrjátíu sýningar á Fringe-leiklistarhátíðinni. Eftir þessar miklu vinsældir þar fengum við flutning yfir í leikhús í London sem gekk líka mjög vel.“ Agnes tekur fram að þetta verk sé eitthvað sem mjög breiður hópur ætti að geta haft gaman af enda Íslendingar meira og minna allir góðir í enskunni. „Þetta er ekki söngleikur heldur leikrit með söngvum og við notum gömul bresk hermannalög og líka íslensk þjóðlög í bland. Svo eru sum lögin á íslensku og það var rosalega gaman að kenna þeim að syngja þau lög. Að auki þá blóta þau líka á íslensku og það gengur nú bara vel að láta þau blóta og syngja á íslensku en þau eru satt best að segja mjög stressuð. Hrædd um að fólk dæmi þau en þetta verður bara gaman. Svo erum við reyndar að nota laufblásara í sýningunni til þess að túlka íslenskan vind. Í fyrsta sinn sem stelpurnar sem reka leikfélagið með mér komu til Íslands þá fannst þeim að það væri alltaf ógeðslega mikill vindur á landinu og við ákváðum að hafa hann með í sýningunni. Við verðum með sýningar núna í kvöld og annað kvöld og svo fjórar sýningar í næstu viku og það verða aðeins þessar sýningar svo það er um að gera að drífa sig strax af stað.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingum gefst kostur á að sjá íslenskan gamanleik á ensku en með íslenskum söngvum um íslenskt fjölskyldu- og herstöðvalíf í seinni heimsstyrjöldinni í Reykjavík. Í kvöld er frumsýndur í Tjarnarbíói gamanleikurinn Kate eftir Agnesi Wild sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar. Agnes lærði leiklist á Englandi og bjó þar í fimm ár þannig að enskan er ekki að vefjast fyrir henni. „Ég skrifaði þetta meðfram skólanum sem ég var í, East 15 Acting School, og þar stofnaði ég líka leikhópinn minn Lost Watch árið 2013 ásamt Oliviu Hirst og Riönnu Dearden sem eru líka með í þessari sýningu. Við erum búnar að setja upp þrjár sýningar saman og erum að vinna núna að þeirri fjórðu sem verður vonandi frumsýnd á næsta ári. Kate er fyrsta samstarfssýningin við Miðnætti en sá leikhópur samanstendur af mér, Sigrúnu Harðardóttur tónlistarkonu og Evu Björgu Harðardóttur leikmynda- og búningahönnuði.“Kate lendir í ýmsum ævintýrum í Reykjavík.Visir/Anton BrinkAgnes segir að kveikjan að verkinu hafa verið að þegar hún var úti fannst henni að Bretar hreinlega vissu ekki að þeir hefðu verið hér með her á stríðsárunum. „Það voru allir mjög hissa á þessu öllu saman svo ég ákvað að skrifa leikrit um þetta. Það hefur vakið mikla lukku því við eigum þarna sameiginlega sögu sem hefur verið með öllu týnd Bretunum þó svo að hún sé vel þekkt hér. Mér finnst þó oft gleymast bresku strákarnir sem komu fyrst og voru hérna í ár, svona af því að þeir bandarísku voru náttúrulega miklu meira töff. Bretarnir voru bara litlir aumingjalegir strákar, svona átján nítján ára þegar þeir voru sendir hingað og þeir voru óneitanlega svona soldið týndir. Leikritið er svo út frá sjónarhorni einnar fjölskyldu í Reykjavík. Þetta er byggt á sannsögulegum atburðum en sagan í sjálfu sér uppspuni ef svo má segja. Þetta fjallar um Kate, eða Katrínu upp á íslenskuna, sem flytur frá Ólafsvík til Reykjavíkur á stríðsárunum til þess að vinna og læra ensku. Hún flytur inn til Júlíu og Davíðs, fólks sem á og rekur söluturn við Hverfisgötu, en þau eiga dóttur sem heitir Selma og er í ástandinu eins og sagt var. Selma er að sofa hjá alls konar hermönnum en Kate verður meira ástfangin og það er svona rómantíski þráðurinn í verkinu.Visir/Anton BrinkVið frumsýndum í Edinborg og sýndum þar hátt í þrjátíu sýningar á Fringe-leiklistarhátíðinni. Eftir þessar miklu vinsældir þar fengum við flutning yfir í leikhús í London sem gekk líka mjög vel.“ Agnes tekur fram að þetta verk sé eitthvað sem mjög breiður hópur ætti að geta haft gaman af enda Íslendingar meira og minna allir góðir í enskunni. „Þetta er ekki söngleikur heldur leikrit með söngvum og við notum gömul bresk hermannalög og líka íslensk þjóðlög í bland. Svo eru sum lögin á íslensku og það var rosalega gaman að kenna þeim að syngja þau lög. Að auki þá blóta þau líka á íslensku og það gengur nú bara vel að láta þau blóta og syngja á íslensku en þau eru satt best að segja mjög stressuð. Hrædd um að fólk dæmi þau en þetta verður bara gaman. Svo erum við reyndar að nota laufblásara í sýningunni til þess að túlka íslenskan vind. Í fyrsta sinn sem stelpurnar sem reka leikfélagið með mér komu til Íslands þá fannst þeim að það væri alltaf ógeðslega mikill vindur á landinu og við ákváðum að hafa hann með í sýningunni. Við verðum með sýningar núna í kvöld og annað kvöld og svo fjórar sýningar í næstu viku og það verða aðeins þessar sýningar svo það er um að gera að drífa sig strax af stað.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira