Nýr BMW 5 sýndur í París Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 14:02 Svona gæti ný BMW 5 litið út. worldcarfans BMW ætlar að svipta hulunni af næstu kynslóð 5-línu sinnar á bílasýningunni í París á næsta ári. Um verður að ræða 2017 árgerð bílsins og langbaksgerð hans verður ekki kynnt fyrr en á árinu 2017, sem og GT-útgáfa hans. Sala á bílnum hefst ekki fyrr en snemma á árinu 2017. Ný 5-lína mun erfa mikinn svip af hinum nýja BMW 7. Hann verður byggður á CLAR undirvagninum og vegur um 100 kílóum minna en forverinn. Að innan mun fimman einnig erfa mikið frá nýju sjöunni og verða því einkar glæsilegur. Heyrst hefur að ein af nýjum vélum sem í boði verða í bílnum sé 1,5 lítra forþjöppudrifin þriggja strokka bensínvél, en það hefur ekki enn fengist staðfest hjá BMW. Ein athygliverðasta vélin sem í boði verður í bílnum er 3,0 lítra dísilvél með fjórum forþjöppum sem skilar 408 hestöflum og togar 750 Nm. Þessi gerð fær nafnið M550xd. Öflugasta gerðin verður sem fyrr M5 með 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem verður nú 626 hestöfl og má nú loks fá þann bíl fjórhjóladrifinn. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent
BMW ætlar að svipta hulunni af næstu kynslóð 5-línu sinnar á bílasýningunni í París á næsta ári. Um verður að ræða 2017 árgerð bílsins og langbaksgerð hans verður ekki kynnt fyrr en á árinu 2017, sem og GT-útgáfa hans. Sala á bílnum hefst ekki fyrr en snemma á árinu 2017. Ný 5-lína mun erfa mikinn svip af hinum nýja BMW 7. Hann verður byggður á CLAR undirvagninum og vegur um 100 kílóum minna en forverinn. Að innan mun fimman einnig erfa mikið frá nýju sjöunni og verða því einkar glæsilegur. Heyrst hefur að ein af nýjum vélum sem í boði verða í bílnum sé 1,5 lítra forþjöppudrifin þriggja strokka bensínvél, en það hefur ekki enn fengist staðfest hjá BMW. Ein athygliverðasta vélin sem í boði verður í bílnum er 3,0 lítra dísilvél með fjórum forþjöppum sem skilar 408 hestöflum og togar 750 Nm. Þessi gerð fær nafnið M550xd. Öflugasta gerðin verður sem fyrr M5 með 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem verður nú 626 hestöfl og má nú loks fá þann bíl fjórhjóladrifinn.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent