Hálfhrunin súla eða flísalagt gólf í náttúrunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Þorbjörg á vinnustofunni. Á myndinni hefur hún skellt inn flísalögðu gólfi í friðsælli Lónssveitinni. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Ég er voða slöpp við að segja frá sjálfri mér en ég er ánægð með sýningarhúsnæðið. Ég er með mismunandi stærðir á myndum og það kemur ágætlega út,“ segir Þorbjörg Höskuldsdóttir, fyrsti listamaðurinn sem opnar sýningu í Galleríi 78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins í myndum sínum. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. „Við mennirnir viljum dálítið vaða yfir umhverfi okkar og ég hef gjarnan blandað saman náttúrunni og einhverju manngerðu í mínum verkum. Það er undirtónn hjá mér. Ég er ekki endilega æst á móti mannvirkjum heldur geri þetta í og með til að fá andstæður inn í myndina. Tengi líka við fortíðina í okkar menningu, set kannski hálfhrunda súlu eða flísalagt gólf inn í náttúruna. Vona að það nái aðeins því sem ég er að röfla.“ Sýningin stendur til 9. janúar 2016. Þorbjörg kveðst hafa valið verkin á hana með sýningarstjórum hins nýja gallerís, Ásdísi Óladóttur, skáldi og listfræðinema, og dr. Magnúsi Gestssyni listfræðingi. „Þau eru komin með sýningarplan alveg fram á 2019, það er fjölbreytt og skemmtilegt,“ lýsir Þorbjörg. Gallerí 78 er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun og allir eru velkomnir. Opnunartími er frá klukkan 13 til 16 alla virka daga og frá 20 til 23 alla fimmtudaga. Einnig eftir samkomulagi við framkvæmdastýru Samtakanna 78. Menning Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er voða slöpp við að segja frá sjálfri mér en ég er ánægð með sýningarhúsnæðið. Ég er með mismunandi stærðir á myndum og það kemur ágætlega út,“ segir Þorbjörg Höskuldsdóttir, fyrsti listamaðurinn sem opnar sýningu í Galleríi 78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins í myndum sínum. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. „Við mennirnir viljum dálítið vaða yfir umhverfi okkar og ég hef gjarnan blandað saman náttúrunni og einhverju manngerðu í mínum verkum. Það er undirtónn hjá mér. Ég er ekki endilega æst á móti mannvirkjum heldur geri þetta í og með til að fá andstæður inn í myndina. Tengi líka við fortíðina í okkar menningu, set kannski hálfhrunda súlu eða flísalagt gólf inn í náttúruna. Vona að það nái aðeins því sem ég er að röfla.“ Sýningin stendur til 9. janúar 2016. Þorbjörg kveðst hafa valið verkin á hana með sýningarstjórum hins nýja gallerís, Ásdísi Óladóttur, skáldi og listfræðinema, og dr. Magnúsi Gestssyni listfræðingi. „Þau eru komin með sýningarplan alveg fram á 2019, það er fjölbreytt og skemmtilegt,“ lýsir Þorbjörg. Gallerí 78 er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun og allir eru velkomnir. Opnunartími er frá klukkan 13 til 16 alla virka daga og frá 20 til 23 alla fimmtudaga. Einnig eftir samkomulagi við framkvæmdastýru Samtakanna 78.
Menning Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira