Hálfhrunin súla eða flísalagt gólf í náttúrunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Þorbjörg á vinnustofunni. Á myndinni hefur hún skellt inn flísalögðu gólfi í friðsælli Lónssveitinni. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Ég er voða slöpp við að segja frá sjálfri mér en ég er ánægð með sýningarhúsnæðið. Ég er með mismunandi stærðir á myndum og það kemur ágætlega út,“ segir Þorbjörg Höskuldsdóttir, fyrsti listamaðurinn sem opnar sýningu í Galleríi 78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins í myndum sínum. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. „Við mennirnir viljum dálítið vaða yfir umhverfi okkar og ég hef gjarnan blandað saman náttúrunni og einhverju manngerðu í mínum verkum. Það er undirtónn hjá mér. Ég er ekki endilega æst á móti mannvirkjum heldur geri þetta í og með til að fá andstæður inn í myndina. Tengi líka við fortíðina í okkar menningu, set kannski hálfhrunda súlu eða flísalagt gólf inn í náttúruna. Vona að það nái aðeins því sem ég er að röfla.“ Sýningin stendur til 9. janúar 2016. Þorbjörg kveðst hafa valið verkin á hana með sýningarstjórum hins nýja gallerís, Ásdísi Óladóttur, skáldi og listfræðinema, og dr. Magnúsi Gestssyni listfræðingi. „Þau eru komin með sýningarplan alveg fram á 2019, það er fjölbreytt og skemmtilegt,“ lýsir Þorbjörg. Gallerí 78 er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun og allir eru velkomnir. Opnunartími er frá klukkan 13 til 16 alla virka daga og frá 20 til 23 alla fimmtudaga. Einnig eftir samkomulagi við framkvæmdastýru Samtakanna 78. Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Ég er voða slöpp við að segja frá sjálfri mér en ég er ánægð með sýningarhúsnæðið. Ég er með mismunandi stærðir á myndum og það kemur ágætlega út,“ segir Þorbjörg Höskuldsdóttir, fyrsti listamaðurinn sem opnar sýningu í Galleríi 78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins í myndum sínum. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. „Við mennirnir viljum dálítið vaða yfir umhverfi okkar og ég hef gjarnan blandað saman náttúrunni og einhverju manngerðu í mínum verkum. Það er undirtónn hjá mér. Ég er ekki endilega æst á móti mannvirkjum heldur geri þetta í og með til að fá andstæður inn í myndina. Tengi líka við fortíðina í okkar menningu, set kannski hálfhrunda súlu eða flísalagt gólf inn í náttúruna. Vona að það nái aðeins því sem ég er að röfla.“ Sýningin stendur til 9. janúar 2016. Þorbjörg kveðst hafa valið verkin á hana með sýningarstjórum hins nýja gallerís, Ásdísi Óladóttur, skáldi og listfræðinema, og dr. Magnúsi Gestssyni listfræðingi. „Þau eru komin með sýningarplan alveg fram á 2019, það er fjölbreytt og skemmtilegt,“ lýsir Þorbjörg. Gallerí 78 er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun og allir eru velkomnir. Opnunartími er frá klukkan 13 til 16 alla virka daga og frá 20 til 23 alla fimmtudaga. Einnig eftir samkomulagi við framkvæmdastýru Samtakanna 78.
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira