Battlefront býður upp á níu mismunandi tegundir af fjölspilun. Má þar nefna Hero Hunt, þar sem sjö spilarar berjast gegn einni hetju eins og Luke Skywalker eða keisaranum Palpatine. Supremacy, þar sem 40 spilarar berjast um að halda ákveðnum staðsetningum og að sækja um leið gegn hinum. Fighter Squadron, þar sem orrusturnar fara fram í loftinu og spilarar fljúga orrustuflaugum. Walker Assault verður þó að teljast skemmtilegast. Þar berjast 40 spilarar og uppreisnin reynir að halda aftur af sókn Keisaraveldisins sem býr yfir gríðarstórum gangandi vélmennum.
Frekari upplýsingar um pláneturnar má sjá hér.
Þar komum við að stórum galla Star Wars Battlefront. Það er verulegur skortur á dýpt. Einspilun leiksins er nánast ekki til staðar, fyrir utan þjálfunarborð og Survival, sem hægt er að spila einn eða með vini. Það gengur út á að berjast gegn sífellt stærri og sterkari árásum keisaraveldisins og er oft á tíðum tiltölulega skemmtilegt.

Skotkerfi leiksins er einfalt. Þrátt fyrir að Battlefront sé framleiddur af sömu aðilum og gera Battlefield leikina, er ekki hægt að breyta byssum á sömu vegu og í þeim leikjum. Þá er ekki boðið upp á karaktera sem sérhæfa sig í mismunandi hernaði, en spilarar geta þó byggt karaktera sína mismunandi vopnum og tólum eftir því sem hentar hverjum og einum. Ekki er hægt að stoppa og miða af meiri nákvæmni eins og þekkist í nútímaskotleikjum. Í stað þess að horft sé niður með hlaupi byssunnar er eingöngu súmmað inn og hefur það engin áhrif á nákvæmni skotanna.
Eins og áður segir, þá lítur leikurinn einstaklega vel út og er hraður og skemmtilegur. Innihald leiksins er þó takmarkað og verðlaunakerfið ekki nægilegt öflugt til að halda manni lengi við spilun.