Enginn átti séns í Schwartzel - Spieth nálægt sigri í Ástralíu Kári Örn Hinriksson skrifar 29. nóvember 2015 22:30 Charl Schwartzel er nánast ósigrandi á heimavelli. Getty Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira