Sjö sæta Subaru jeppinn smíðaður í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 09:16 Subaru jeppinn, sem enn á eftir að fá nafn. Worldcarfans Subaru sýndi fyrir nokkru útlit jeppa sem leysa mun af Subaru Tribeca jeppann, sem aldrei náði flugi í sölu. Þessi nýi jeppi verður smíðaður í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Ekki kemur það mikið á óvart þar sem honum verður líkt og Tribeca aðallega beint að Bandaríkjamarkaði. Þessi nýi jeppi verður stærri en Tribeca, enda með þremur sætaröðum og 7 manna. Verksmiðja Subaru í Lafayette mun smíða 228.000 bíla í ár, en á næsta ári verða smíðaðir 394.000 bílar með tilkomu jeppans. Þar eru smíðaðar bílgerðirnar Outback, Legacy og Impreza og svo mun jeppinn bætast við. Subaru hefur ekki enn fundið jeppanum endanlegt nafn. Nýi jeppinn á að keppa við Toyota Higlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot, sem allir seljast vel í Bandaríkjunum, þó svo enginn þeirra sé til sölu hér á landi. Jeppar, jepplingar og pallbílar seljast nú í gríðarlegu magni vestanhafs og því ætti nýr jeppi Subaru að koma á réttum tíma og auka enn við gott gengi Subaru í Bandaríkjunum, sem víðar. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Subaru sýndi fyrir nokkru útlit jeppa sem leysa mun af Subaru Tribeca jeppann, sem aldrei náði flugi í sölu. Þessi nýi jeppi verður smíðaður í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Ekki kemur það mikið á óvart þar sem honum verður líkt og Tribeca aðallega beint að Bandaríkjamarkaði. Þessi nýi jeppi verður stærri en Tribeca, enda með þremur sætaröðum og 7 manna. Verksmiðja Subaru í Lafayette mun smíða 228.000 bíla í ár, en á næsta ári verða smíðaðir 394.000 bílar með tilkomu jeppans. Þar eru smíðaðar bílgerðirnar Outback, Legacy og Impreza og svo mun jeppinn bætast við. Subaru hefur ekki enn fundið jeppanum endanlegt nafn. Nýi jeppinn á að keppa við Toyota Higlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot, sem allir seljast vel í Bandaríkjunum, þó svo enginn þeirra sé til sölu hér á landi. Jeppar, jepplingar og pallbílar seljast nú í gríðarlegu magni vestanhafs og því ætti nýr jeppi Subaru að koma á réttum tíma og auka enn við gott gengi Subaru í Bandaríkjunum, sem víðar.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent