Ný Impreza í LA Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2015 09:17 Þessi mynd sýnir aðeins hvaða línur leika um nýjan Subaru Impreza. Autoblog Þegar dyrunum verður lokið upp á bílasýningunni í Los Angeles þann 20. nóvember geta gestir þar virt fyrir sér nýjan Subaru Impreza með gerbreyttum línum. Subaru hefur þó nú þegar sent frá sér myndir sem sýna aðeins þessar nýju línur sem leika um bílinn og á þeim að dæma eru miklar breytingar á bílnum sem eru alveg í takti við tilraunabíl sem sýndur var á bílasýningunni í Tokyo um daginn, Impreza Concept, sem var fimm hurða bíll. Eins og á útlitsmyndinni má sjá er hér um að ræða bíll með skott en ekki hlaðbak með bröttum afturenda. Hvort Subaru mun áfram framleiða Impreza bæði sem hlaðbak og „sedan“-bíl með skotti skal ósagt látið, en það hefur Subaru þó gert lengi. Ekki er víst að Subaru muni gefa upp mikið meira en útlit bílsins á bílasýningunni í Los Angeles, en víst má vera að hann verður áfram fjórhjóladrifinn og með fjögurra strokka boxer vél. Búist er við því að Subaru láti uppi allt um þennan nýja Impreza bíl snemma á næsta ári og að framleiðsla hans hefjist nokkrum mánuðum eftir þar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Þegar dyrunum verður lokið upp á bílasýningunni í Los Angeles þann 20. nóvember geta gestir þar virt fyrir sér nýjan Subaru Impreza með gerbreyttum línum. Subaru hefur þó nú þegar sent frá sér myndir sem sýna aðeins þessar nýju línur sem leika um bílinn og á þeim að dæma eru miklar breytingar á bílnum sem eru alveg í takti við tilraunabíl sem sýndur var á bílasýningunni í Tokyo um daginn, Impreza Concept, sem var fimm hurða bíll. Eins og á útlitsmyndinni má sjá er hér um að ræða bíll með skott en ekki hlaðbak með bröttum afturenda. Hvort Subaru mun áfram framleiða Impreza bæði sem hlaðbak og „sedan“-bíl með skotti skal ósagt látið, en það hefur Subaru þó gert lengi. Ekki er víst að Subaru muni gefa upp mikið meira en útlit bílsins á bílasýningunni í Los Angeles, en víst má vera að hann verður áfram fjórhjóladrifinn og með fjögurra strokka boxer vél. Búist er við því að Subaru láti uppi allt um þennan nýja Impreza bíl snemma á næsta ári og að framleiðsla hans hefjist nokkrum mánuðum eftir þar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent