Vetur konungur varla kominn til landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:46 Það hefur ekki snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri en rignt heldur meira. vísir/ernir Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður. Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira