Vetur konungur varla kominn til landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:46 Það hefur ekki snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri en rignt heldur meira. vísir/ernir Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður. Veður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent