Innlent

Snjókomu spáð í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Gert er ráð fyrir kólnandi veðri í dag og búast má við snjó- eða slydduéljum sunnan-og vestanlands í dag. Spáð er suðlægri átt, fimm til tíu metrum á sekúndu.

Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands segir að í kvöld lægi víða og rofi til. Það gangi í norðan 13-18 með slyddu eða rigningu við austurströndna í nótt. Norðan og norðvestan 10-15 og snjókoma eða slydda norðaustantil á morgun, annars 8-13 og dálítil él, en bjartviðri syðra. Kólnandi veður og hiti í kringum frostmark á morgun.

Víða hálka

Á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði eru hálkublettir. Þæfingsfærð er á Nesjavallaleið en annars eru vegir að mestu greiðfærir á Suðurlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Bröttubrekku. Hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi.

Þá er nokkur hálka eða snjóþekja á fjallvegum á Vestfjörðum og snjókoma á Hálfdán og Mikladal. Hálkublettir nokkuð víða á láglendi. Á Norður- og Austurlandi er hálka og hálkublettir, snjóþekja á Borgarfjarðarvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×