Formúla 1 á Nürburgring árið 2017? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 09:33 Frá Formúlu 1 keppni á Nürburgring. Autoblog Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent
Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent