Formúla 1 á Nürburgring árið 2017? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 09:33 Frá Formúlu 1 keppni á Nürburgring. Autoblog Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent