Viðskipti innlent

Sushisamba má heita Sushisamba

Samúel Karl Ólason skrifar
Dómurinn taldi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn.
Dómurinn taldi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Vísir/Getty
Veitingastaðurinn Sushisamba má halda nafninu. Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu.

Þá vildu erlendu aðilarnir 15 milljónir króna í endurgjald fyrir hagnýtingu vörumerkisins.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú úrskurðað að engin lög hafi verið brotin. Áður hafði Einkaleyfisstofa úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil, sem og áfrýjunarnefnd.

Dómurinn taldi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum.

Eigendur Sushisamba voru sýknaðir af öllum kröfum




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×