Infinity framleiðir samkeppnisbíl S-Class Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 15:53 Infinity Q80 hugmyndabíllinn sem sýndur var í París í haust. businesswire Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent