Sport

Danskur sigur í blönduðum flokki

Gjellerup fagnar sigrinum.
Gjellerup fagnar sigrinum. vísir/fésbókarsíða Fimleikasambandsins
Gadstrup frá Danmörku sigraði í keppni blandaðra flokka á Norðurlandamótinu í hópfimleikum, en því lýkur í Vodafone-höllinni í dag.

Gadstrup fékk 56,883 stig, en Arendal frá Noregi kom næst með 56,000 stig. Annað lið frá Noregi, Holmen, fékk 55,216 stig og var í þriðja sæti.

Stjarnan og Selfoss voru einu íslensku liðin í keppni blandaðra liða, en Selfsos endaði í sjötta sæti með 53,466 stig. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss keppir í fullorðnisflokki.

Stjarnan endaði í sjötta sæti, en árangur Stjörnunnar var jafn í gegnum æfingarnar þrjár sem keppt var í. Stjarnan fékk 50,833 stig.

Mótið heldur áfram í allan dag, en keppni í karla- og kvennaflokki er eftir.

Selfoss búið með fiber. Eitt fall í annari umferð en allt gekk upp í þeirri þriðju!

Posted by Fimleikasamband Íslands on Saturday, 14 November 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×