Dansinn tryggði Stjörnunni sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2015 06:00 Frá gólfæfingum Stjörnunnar. Mynd/Fimleikasambandið Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“ Fimleikar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“
Fimleikar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira