Gekk út í miðjum umræðum í beinni útsendingu á RÚV Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. nóvember 2015 21:40 Edda Sif var sem betur fer með annan viðmælanda sem þurfti ekki að yfirgefa útsendinguna. Vísir/Skjáskot Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira