Jólunum vel varið í kjarnorkuauðn Boston Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2015 10:00 Það er nánast ómögulegt að fara frá A til B án þess að rekast á eitthvað forvitnilegt. Vísir/Bethesda Fallout 4 er einhver stærsti og umfangsmesti leikur Bethesda. Hann lítur mjög vel út og spilun leiksins hefur tekið stakkaskiptum frá fyrri Fallout leikjum. Leikurinn nýtir allt það besta úr fyrri leikjum Bethesda; Skyrim og Fallout 3. Þessi nýjasti leikur Fallout seríunnar er sá besti hingað til og án efa einn af leikjum ársins. Það er einstaklega erfitt að halda sig við efnið í Fallout 4. Að ætla sér að ferðast frá einum punkti til annars. Hvort sem leiðin er stutt eða löng er gífurlega margt sem hreinlega sýgur til sín athygli spilara. Auk meginsögu leiksins eru fjölmörg hliðarverkefni sem spilarar geta leyst. Í upphafi snýr saga leiksins að því að finna son aðalhetjunnar sem var rænt. Sú leit stökkbreytist þó fljótt í eitthvað mun stærra og umfangsmeira.Fallout leikirnir gerast í kjölfar kjarnorkustyrjaldar sem eyddi nærri því öllu lífi á jörðinni. Fámennir hópar fólks náðu þó að flýja í hvelfingar, þar sem kaldrifjaðar tilraunir voru framkvæmdar á flestum þeirra. Þeir byggja mikið á útliti og hugarfari Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöldina, en í söguheimi Fallout er nánast allt kjarnorkuknúið og má þar nefna bíla og útvörp. Í raun er það verkefni spilara að byggja upp Boston og nærumhverfi borgarinnar rúmum 200 árum eftir stríði sem eyddi nærri því öllu. Sem svo oft áður í leikjum Bethesda eru margir litlir gallar og jafnvel stórir í leiknum. Þeir ná þó alls ekki að draga úr gæðum leiksins, þó þeir geti verið pirrandi. Þá má gera ráð fyrir því að flestir þeirra verði lagaðir. Ef framleiðendur leiksins gera það ekki gera aðrir spilarar það. Bethesda ætlar að gefa út tól á næsta ári sem gerir spilurum kleyft að breyta leiknum að vild eða „modda“ hann. Eldri leikir Bethesda lifa enn góðu lífi vegna mjög virkra samfélega svokallaðra „moddara“ sem halda grafík leikjanna við og bæta gífurlega miklu við spilun þeirra. Í fyrsta sinn verður þeim sem spila leikina á leikjatölvunum Xbox One og PS4 gert kleift að nálgast modda, en þó ekki í þeim fjölda sem PC eigendur geta nálgast.Spilun Fallout er þó nokkuð breytt frá fyrri leikjum seríunnar.Vísir/BethesdaBúið er að breyta þónokkru frá fyrri leikjum og má þar sérstaklega nefna bardagakerfið og uppbyggingu karakters leiksins. Bardagakerfið er mun fágaðra en það hefur verið áður og allar hreyfingar mun betri. V.A.T.S kerfið er enn til staðar, þar sem spilarar geta gefið sér tíma til að miða á sérstaka hluta óvina og séð líkur á því hvort að skotin hitti eða ekki. Í stað þess að stöðva tíma eins og áður hægir það á leiknum. Auk þess er hefur svokallað „crafting system“ verið endurbætt, þar sem spilarar geta bætt og breytt vopnum og klæðnaði. Sumum skammbyssum er hægt að breyta í langdrægan riffil og hægt er að bæta við kíkjum og byssustingum á byssur. Möguleikarnir eru mjög miklir. Þá hefur því kerfi þar sem spilarar byggja upp karakter sinn verið breytt og borgar það sig fyrir þá sem hafa spilað gömlu leikina að kynna sér það vel. Ekki er neitt þak á því hvaða „level“ spilarar geta náð, eins og í gömlu leikjunum og hæfileikapunktarnir gömlu eru farnir.Með nýjungum Fallout 4 er sá möguleiki að byggja upp byggðir manna. Það felur í sér að rækta mat, útvega vatn, reisa hús og innrétta þau, byggja upp varnir og að laða að sölumenn. Í Fallout hefur alltaf verið mögulegt að taka upp hluti sem virðast algerlega tilgangslausir. Nú er það svo að hver einasti hlutur getur verið brotinn niður til að nota við uppbygginguna. Þá er sú nýjung á Falloutleik að búið er að bæta við veðri í leikinn. Það heppnast vel og lítur oft á tíðum einstaklega vel út.Niðurstaða: Fallout 4 er án efa einn af leikjum ársins. Það er nánast endalaust af verkefnum að leysa og uppbygging byggða kemur vel út og mun reynast tímafrek. Smáir gallar draga ekki mikið úr upplifuninni og endingartími leiksins verður langur. Hann hefur hátt endurspilunargildi, þar sem hægt er að ganga til liðs við mismunandi fylkingar í leiknum. Bardagakerfi leiksins hefur verið betrumbætt að miklu leyti og átök við einhverja af hinum fjölmörgu óvinveittu aðilum sem leikurinn hefur upp á að bjóða virka mun betur en í fyrri leikjum Bethesda. Þá hefur kjarnorkuauðn sjaldan sem aldrei litið betur út. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fallout 4 er einhver stærsti og umfangsmesti leikur Bethesda. Hann lítur mjög vel út og spilun leiksins hefur tekið stakkaskiptum frá fyrri Fallout leikjum. Leikurinn nýtir allt það besta úr fyrri leikjum Bethesda; Skyrim og Fallout 3. Þessi nýjasti leikur Fallout seríunnar er sá besti hingað til og án efa einn af leikjum ársins. Það er einstaklega erfitt að halda sig við efnið í Fallout 4. Að ætla sér að ferðast frá einum punkti til annars. Hvort sem leiðin er stutt eða löng er gífurlega margt sem hreinlega sýgur til sín athygli spilara. Auk meginsögu leiksins eru fjölmörg hliðarverkefni sem spilarar geta leyst. Í upphafi snýr saga leiksins að því að finna son aðalhetjunnar sem var rænt. Sú leit stökkbreytist þó fljótt í eitthvað mun stærra og umfangsmeira.Fallout leikirnir gerast í kjölfar kjarnorkustyrjaldar sem eyddi nærri því öllu lífi á jörðinni. Fámennir hópar fólks náðu þó að flýja í hvelfingar, þar sem kaldrifjaðar tilraunir voru framkvæmdar á flestum þeirra. Þeir byggja mikið á útliti og hugarfari Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöldina, en í söguheimi Fallout er nánast allt kjarnorkuknúið og má þar nefna bíla og útvörp. Í raun er það verkefni spilara að byggja upp Boston og nærumhverfi borgarinnar rúmum 200 árum eftir stríði sem eyddi nærri því öllu. Sem svo oft áður í leikjum Bethesda eru margir litlir gallar og jafnvel stórir í leiknum. Þeir ná þó alls ekki að draga úr gæðum leiksins, þó þeir geti verið pirrandi. Þá má gera ráð fyrir því að flestir þeirra verði lagaðir. Ef framleiðendur leiksins gera það ekki gera aðrir spilarar það. Bethesda ætlar að gefa út tól á næsta ári sem gerir spilurum kleyft að breyta leiknum að vild eða „modda“ hann. Eldri leikir Bethesda lifa enn góðu lífi vegna mjög virkra samfélega svokallaðra „moddara“ sem halda grafík leikjanna við og bæta gífurlega miklu við spilun þeirra. Í fyrsta sinn verður þeim sem spila leikina á leikjatölvunum Xbox One og PS4 gert kleift að nálgast modda, en þó ekki í þeim fjölda sem PC eigendur geta nálgast.Spilun Fallout er þó nokkuð breytt frá fyrri leikjum seríunnar.Vísir/BethesdaBúið er að breyta þónokkru frá fyrri leikjum og má þar sérstaklega nefna bardagakerfið og uppbyggingu karakters leiksins. Bardagakerfið er mun fágaðra en það hefur verið áður og allar hreyfingar mun betri. V.A.T.S kerfið er enn til staðar, þar sem spilarar geta gefið sér tíma til að miða á sérstaka hluta óvina og séð líkur á því hvort að skotin hitti eða ekki. Í stað þess að stöðva tíma eins og áður hægir það á leiknum. Auk þess er hefur svokallað „crafting system“ verið endurbætt, þar sem spilarar geta bætt og breytt vopnum og klæðnaði. Sumum skammbyssum er hægt að breyta í langdrægan riffil og hægt er að bæta við kíkjum og byssustingum á byssur. Möguleikarnir eru mjög miklir. Þá hefur því kerfi þar sem spilarar byggja upp karakter sinn verið breytt og borgar það sig fyrir þá sem hafa spilað gömlu leikina að kynna sér það vel. Ekki er neitt þak á því hvaða „level“ spilarar geta náð, eins og í gömlu leikjunum og hæfileikapunktarnir gömlu eru farnir.Með nýjungum Fallout 4 er sá möguleiki að byggja upp byggðir manna. Það felur í sér að rækta mat, útvega vatn, reisa hús og innrétta þau, byggja upp varnir og að laða að sölumenn. Í Fallout hefur alltaf verið mögulegt að taka upp hluti sem virðast algerlega tilgangslausir. Nú er það svo að hver einasti hlutur getur verið brotinn niður til að nota við uppbygginguna. Þá er sú nýjung á Falloutleik að búið er að bæta við veðri í leikinn. Það heppnast vel og lítur oft á tíðum einstaklega vel út.Niðurstaða: Fallout 4 er án efa einn af leikjum ársins. Það er nánast endalaust af verkefnum að leysa og uppbygging byggða kemur vel út og mun reynast tímafrek. Smáir gallar draga ekki mikið úr upplifuninni og endingartími leiksins verður langur. Hann hefur hátt endurspilunargildi, þar sem hægt er að ganga til liðs við mismunandi fylkingar í leiknum. Bardagakerfi leiksins hefur verið betrumbætt að miklu leyti og átök við einhverja af hinum fjölmörgu óvinveittu aðilum sem leikurinn hefur upp á að bjóða virka mun betur en í fyrri leikjum Bethesda. Þá hefur kjarnorkuauðn sjaldan sem aldrei litið betur út.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira