Lokamót Evrópumótaraðarinnar hófst í morgun - Mörg stór nöfn í baráttunni 19. nóvember 2015 16:30 Ian Poulter byrjaði vel í Dubai. Getty Lokamót Evrópumótaraðarinnar, World Tour Meistaramótið sem haldið er í Dubai hófst í dag en í mótinu fá aðeins 60 stigahæstu kylfingar ársins á mótaröðinni þátttökurétt. Spilað er um afar háar fjárhæðir og eins og gefur að skilja eru margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda. Eftir fyrsta hring leiða þeir Andy Sullivan, Martin Kaymer, Marcus Fraser og Ian Poulter á sex höggum undir pari en þeir léku Jumeirah völlinn á 66 höggum. Ítalinn Francesco Molinari er einn í fimmta sæti á fimm höggum undir en nokkur þekkt nöfn koma á fjórum höggum undir pari, meðal annars Rory McIlroy, Branden Grace og spænska sjarmatröllið Miguel Angel Jimenez. Þá vekur athygli að Henrik Stenson, sem hefur sigrað á þessu móti undanfarin tvö ár, er í síðasta sæti á fimm höggum yfir pari eftir hræðilegan hring upp á 77 högg. Dubai World Tour Meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina, ásamt RSM Classic sem fram fer á PGA-mótaröðinni, en alla útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokamót Evrópumótaraðarinnar, World Tour Meistaramótið sem haldið er í Dubai hófst í dag en í mótinu fá aðeins 60 stigahæstu kylfingar ársins á mótaröðinni þátttökurétt. Spilað er um afar háar fjárhæðir og eins og gefur að skilja eru margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda. Eftir fyrsta hring leiða þeir Andy Sullivan, Martin Kaymer, Marcus Fraser og Ian Poulter á sex höggum undir pari en þeir léku Jumeirah völlinn á 66 höggum. Ítalinn Francesco Molinari er einn í fimmta sæti á fimm höggum undir en nokkur þekkt nöfn koma á fjórum höggum undir pari, meðal annars Rory McIlroy, Branden Grace og spænska sjarmatröllið Miguel Angel Jimenez. Þá vekur athygli að Henrik Stenson, sem hefur sigrað á þessu móti undanfarin tvö ár, er í síðasta sæti á fimm höggum yfir pari eftir hræðilegan hring upp á 77 högg. Dubai World Tour Meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina, ásamt RSM Classic sem fram fer á PGA-mótaröðinni, en alla útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira