Glundroði í Garðabæ Sigríður Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 10:30 Úr leiksýningunni (90) 210 Garðabær. (90)210 Garðabær eftir Heiðar Sumarliðason Leikfélagið Geirfugl Þjóðleikhúsið - Kassinn Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vigdís Másdóttir Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason Dramatúrg: Bjartmar Þórðarson Sviðsmynda- og búningahönnun: Kristína R. Berman Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson Þrjár vinkonur hittast í óhemjustóru einbýlishúsi í Garðabæ. Sóley, heimavinnandi húsmóðir, trúir lyfjafræðingnum Steinunni og fyrirtækjaeigandanum Bergdísi fyrir því að sonur hennar sé að lenda í „böggi“. Sökudólgurinn er víst sonur „félagsmálapakks“ úr fjölbýli en eftir hvítvínsdreitil þeysist þríeykið upp á Nónhæð til að ræða málin við móður drengsins. En allt fer úr böndunum og nú er bara spurning um að halda andliti því enginn í Garðabæ aflýsir matarboði. (90)210 Garðabær er þriðja leikritið eftir Heiðar Sumarliðason, en hann leikstýrir einnig. Sýningin var frumsýnd í Kassanum síðastliðinn föstudag og er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Leikfélagsins Geirfugls. Ný íslensk frumsamin leikrit eru gleðiefni en kætin hvarf snemma því mýmargir handritsgallar koma fljótlega í ljós. Háðsdeila er ógnarlega erfið og snúin leikhústegund, blanda af kolsvörtum húmor og hádrama. Aðalatriðið er að finna því rétt form og framsetningu. Hvorugt heppnast að þessu sinni. Klisjurnar bera leikritið og persónur ofurliði, gjörðir verða þannig afskræming af atferli sem fáir kannast við og meginstef verksins týnast. Einnig eru margar tilvísanir verksins furðulega gamaldags. Yfir heimilishaldinu trónir Steinunn leikin af Vigdísi Másdóttur en fyrir utan örfá skipti þar sem Steinunn skiptir skapi þá verður stjórn hennar á aðstæðum frekar þreytandi. Vigdís gerir vel en hefur úr litlu að moða. Bergdís, sem Svandís Dóra Einarsdóttir leikur, er villtari útgáfa af Steinunni, en enn er bið eftir því að hún fái hlutverk sem hæfir hennar hæfileikum. Persónur þeirra eru keimlíkar, þróast ekki og fljóta einbeittar í gegnum sýninguna. María Heba Þorkelsdóttir hefur nánast ekkert að gera í verkinu, þrátt fyrir að rót verksins sé hennar aðstæður. Hún eyðir meira hlutanum af verkinu í þöglu grátkasti, vökvað enn frekar með góðum slurk af vodka. Aðalhlutverk fyrir konur er fagnaðarefni, líkt og ný íslensk verk, en ekki er nóg að einskorða sig við þá viðmiðun. Nauðsynlegt er að skrifa góð hlutverk fyrir konur. Þrenningin er nefnilega lítið meira heldur en karllægar erkitýpur s.s. húsmóðirin, hóran og hysterían. Í raun eru hlutverk karlmannanna betur unnin, þó ekki gallalaus. Stefán Hallur Stefánsson stendur sig með ágætum en lögfræðingurinn Loftur er bitastæðasta hlutverkið, hann virðist þó vera í annarri sýningu því leikstíllinn er óvægnari og gróteskari en hjá hinum í leikhópnum. Sveinn Ólafur Gunnarsson gerir sitt besta í fremur yfirborðskenndu hlutverki en er skástur í mótleik við Stefán Hall. Persónur þeirra eru nefnilega bara tvær hliðar af sama karlpeningnum. Synir persónanna, innra afl söguþráðarins, koma varla við sögu eins og öll börn í verkinu. Sum eru nefnd með nafni, önnur ekki og virðast varla vera á radíus foreldra sinna. Aðrar persónur hverfa líka út í eterinn. Lalli, sjötti matargesturinn í matarboðinu óljósa, hverfur með einu símtali. Engin kvennanna tjáir efasemdir um verknaðinn í orðum, þær tala í yfirlýsingum og lokasena verksins er framkvæmd án undirbyggingar. Vandamálið er ekki einungis handritið heldur einnig leikstjórnin. Súrrealíska sjónarhorninu er ekki gefið nægilegan gaum þó að fáeinar senur slái rétta tóninn en sýningin er stofudrama í sinni bókstaflegustu mynd, þrátt fyrir eitt stutt og óþarft uppbrot. Þó að sýningin sé einungis klukkutími og korter má finna fjölmörg svarthol þar sem framvindan hreinlega deyr, sérstaklega þegar matarboðið fer úr böndunum og leysist upp í einstaklega þreytandi usla sem hefur einnig engar tilfinningalegar afleiðingar fyrir persónur verksins. Sviðsmynda- og búningahönnun er í höndum Kristínu R. Berman en hvorugt var sérlega eftirminnilegt. Naumhyggjan sem ríkir í stofunni virðist vera tómleg frekar en fáguð og búningarnir stílhreinir en óspennandi. Svipaða sögu má segja um lýsingu Magnúsar Arnars, vegglýsingin var fín en annað skildi lítið eftir. Biðin eftir splunkunýju og spennandi íslensku leikverki lengist. Handritið (90)210 Garðabær nær aldrei að uppfylla fagurfræðilegar kröfur því Heiðar klikkar á grunnhugmyndum s.s. innri átök, afleiðingar og persónur hreinlega glatast í verkinu.Niðurstaða: Meingallað handrit. Á veikum grunni er ómögulegt að byggja. Leikhús Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
(90)210 Garðabær eftir Heiðar Sumarliðason Leikfélagið Geirfugl Þjóðleikhúsið - Kassinn Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vigdís Másdóttir Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason Dramatúrg: Bjartmar Þórðarson Sviðsmynda- og búningahönnun: Kristína R. Berman Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson Þrjár vinkonur hittast í óhemjustóru einbýlishúsi í Garðabæ. Sóley, heimavinnandi húsmóðir, trúir lyfjafræðingnum Steinunni og fyrirtækjaeigandanum Bergdísi fyrir því að sonur hennar sé að lenda í „böggi“. Sökudólgurinn er víst sonur „félagsmálapakks“ úr fjölbýli en eftir hvítvínsdreitil þeysist þríeykið upp á Nónhæð til að ræða málin við móður drengsins. En allt fer úr böndunum og nú er bara spurning um að halda andliti því enginn í Garðabæ aflýsir matarboði. (90)210 Garðabær er þriðja leikritið eftir Heiðar Sumarliðason, en hann leikstýrir einnig. Sýningin var frumsýnd í Kassanum síðastliðinn föstudag og er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Leikfélagsins Geirfugls. Ný íslensk frumsamin leikrit eru gleðiefni en kætin hvarf snemma því mýmargir handritsgallar koma fljótlega í ljós. Háðsdeila er ógnarlega erfið og snúin leikhústegund, blanda af kolsvörtum húmor og hádrama. Aðalatriðið er að finna því rétt form og framsetningu. Hvorugt heppnast að þessu sinni. Klisjurnar bera leikritið og persónur ofurliði, gjörðir verða þannig afskræming af atferli sem fáir kannast við og meginstef verksins týnast. Einnig eru margar tilvísanir verksins furðulega gamaldags. Yfir heimilishaldinu trónir Steinunn leikin af Vigdísi Másdóttur en fyrir utan örfá skipti þar sem Steinunn skiptir skapi þá verður stjórn hennar á aðstæðum frekar þreytandi. Vigdís gerir vel en hefur úr litlu að moða. Bergdís, sem Svandís Dóra Einarsdóttir leikur, er villtari útgáfa af Steinunni, en enn er bið eftir því að hún fái hlutverk sem hæfir hennar hæfileikum. Persónur þeirra eru keimlíkar, þróast ekki og fljóta einbeittar í gegnum sýninguna. María Heba Þorkelsdóttir hefur nánast ekkert að gera í verkinu, þrátt fyrir að rót verksins sé hennar aðstæður. Hún eyðir meira hlutanum af verkinu í þöglu grátkasti, vökvað enn frekar með góðum slurk af vodka. Aðalhlutverk fyrir konur er fagnaðarefni, líkt og ný íslensk verk, en ekki er nóg að einskorða sig við þá viðmiðun. Nauðsynlegt er að skrifa góð hlutverk fyrir konur. Þrenningin er nefnilega lítið meira heldur en karllægar erkitýpur s.s. húsmóðirin, hóran og hysterían. Í raun eru hlutverk karlmannanna betur unnin, þó ekki gallalaus. Stefán Hallur Stefánsson stendur sig með ágætum en lögfræðingurinn Loftur er bitastæðasta hlutverkið, hann virðist þó vera í annarri sýningu því leikstíllinn er óvægnari og gróteskari en hjá hinum í leikhópnum. Sveinn Ólafur Gunnarsson gerir sitt besta í fremur yfirborðskenndu hlutverki en er skástur í mótleik við Stefán Hall. Persónur þeirra eru nefnilega bara tvær hliðar af sama karlpeningnum. Synir persónanna, innra afl söguþráðarins, koma varla við sögu eins og öll börn í verkinu. Sum eru nefnd með nafni, önnur ekki og virðast varla vera á radíus foreldra sinna. Aðrar persónur hverfa líka út í eterinn. Lalli, sjötti matargesturinn í matarboðinu óljósa, hverfur með einu símtali. Engin kvennanna tjáir efasemdir um verknaðinn í orðum, þær tala í yfirlýsingum og lokasena verksins er framkvæmd án undirbyggingar. Vandamálið er ekki einungis handritið heldur einnig leikstjórnin. Súrrealíska sjónarhorninu er ekki gefið nægilegan gaum þó að fáeinar senur slái rétta tóninn en sýningin er stofudrama í sinni bókstaflegustu mynd, þrátt fyrir eitt stutt og óþarft uppbrot. Þó að sýningin sé einungis klukkutími og korter má finna fjölmörg svarthol þar sem framvindan hreinlega deyr, sérstaklega þegar matarboðið fer úr böndunum og leysist upp í einstaklega þreytandi usla sem hefur einnig engar tilfinningalegar afleiðingar fyrir persónur verksins. Sviðsmynda- og búningahönnun er í höndum Kristínu R. Berman en hvorugt var sérlega eftirminnilegt. Naumhyggjan sem ríkir í stofunni virðist vera tómleg frekar en fáguð og búningarnir stílhreinir en óspennandi. Svipaða sögu má segja um lýsingu Magnúsar Arnars, vegglýsingin var fín en annað skildi lítið eftir. Biðin eftir splunkunýju og spennandi íslensku leikverki lengist. Handritið (90)210 Garðabær nær aldrei að uppfylla fagurfræðilegar kröfur því Heiðar klikkar á grunnhugmyndum s.s. innri átök, afleiðingar og persónur hreinlega glatast í verkinu.Niðurstaða: Meingallað handrit. Á veikum grunni er ómögulegt að byggja.
Leikhús Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira