Aron Elís skoraði sigurmark í uppbótartíma og reddaði Guðmundi fyrir horn Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 18:59 Aron Elís skoraði sitt fimmta mark í deildinni. mynd/aafk.no Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira