Topplaus Optima Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 10:16 Afturhurðirnar opnast öfugt. Autoblog Þeir sjást ekki ýkja margir fjögurra dyra blæjubílarnir en Kia ætlar að sýna þennan Kia Optima á SEMA bílasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum sem hefst brátt. Á SEMA sýningunni er ávallt mikið magn breyttra bíla sem margir hverjir eru ofuröflugir, en aðrir eru það vegna útlitsins og það á við þennan Kia Optima. Lítil hætta er á að Kia taki uppá því að fjöldaframleiða Optima með blæju en slíkir bílar hafa farið hallloka á síðustu árum og seljast dræmt. Þessi útfærsla á Optima er reyndar allrar athygli verð en það skaðar ekki að Optima er mjög fallega hannaður bíll. Þessi tiltekni bíll er með 245 hestafla vél, en þannig fæst Optima í Bandaríkjunum þó hann sé ekki í boði í Evrópu. Afturhurðir bílsins opnast öfugt, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann er á 20 tommu felgum sem eykur enn á gæjasvipinn. Kia verður einnig með mikið breyttan Sorento á SEMA sýningunni, en þar ætti að fara afar torfæruhæfur jeppi af myndum af honum að dæma.Torfæruhæfur og mikið breyttur Kia Sorento. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent
Þeir sjást ekki ýkja margir fjögurra dyra blæjubílarnir en Kia ætlar að sýna þennan Kia Optima á SEMA bílasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum sem hefst brátt. Á SEMA sýningunni er ávallt mikið magn breyttra bíla sem margir hverjir eru ofuröflugir, en aðrir eru það vegna útlitsins og það á við þennan Kia Optima. Lítil hætta er á að Kia taki uppá því að fjöldaframleiða Optima með blæju en slíkir bílar hafa farið hallloka á síðustu árum og seljast dræmt. Þessi útfærsla á Optima er reyndar allrar athygli verð en það skaðar ekki að Optima er mjög fallega hannaður bíll. Þessi tiltekni bíll er með 245 hestafla vél, en þannig fæst Optima í Bandaríkjunum þó hann sé ekki í boði í Evrópu. Afturhurðir bílsins opnast öfugt, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann er á 20 tommu felgum sem eykur enn á gæjasvipinn. Kia verður einnig með mikið breyttan Sorento á SEMA sýningunni, en þar ætti að fara afar torfæruhæfur jeppi af myndum af honum að dæma.Torfæruhæfur og mikið breyttur Kia Sorento.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent