Hyundai Tucson tilnefndur sem "bestu bílakaupin í Evrópu“ Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 14:45 Hyundai Tucson. Hyundai Nýi sportjeppinn Hyundai Tucson var nýlega valinn í undanúrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bílablaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titilinn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðurin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörkunum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evrópulínu Hyundai sem einkennist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjungar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og samkeppnishæfu verði. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá Evrópukynningu Tucson, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orðinn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantaðir og hefur enginn bíll frá Hyundai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tucson var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar tiltekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa nýlega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núverandi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endurspegli sem best dreifingu fólksfjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. Endanlegt val á bestu bílakaupunum 2016 í Evrópu verður kunngert 15. desember eftir ítarlegar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt utan Belgrad í Serbíu. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent
Nýi sportjeppinn Hyundai Tucson var nýlega valinn í undanúrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bílablaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titilinn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðurin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörkunum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evrópulínu Hyundai sem einkennist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjungar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og samkeppnishæfu verði. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá Evrópukynningu Tucson, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orðinn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantaðir og hefur enginn bíll frá Hyundai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tucson var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar tiltekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa nýlega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núverandi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endurspegli sem best dreifingu fólksfjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. Endanlegt val á bestu bílakaupunum 2016 í Evrópu verður kunngert 15. desember eftir ítarlegar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt utan Belgrad í Serbíu.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent