Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Sindri Ástmarsson, eigandi umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management. Níu hljómsveitir og tónlistarmenn á hans snærum spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni í ár. 27 viðtöl eru bókuð við erlenda blaðamenn og Sindri á 21 fund við alls konar bransafólk. fréttablaðið/stefán Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir, þegar stærsta tónlistarhátíð ársins hér á landi, Iceland Airwaves, fer fram. Á hátíðinni í ár eru hvorki fleiri né færri en 59 tónleikar með tónlistarfólki sem hann er umboðsmaður fyrir en alls koma fram á hátíðinni níu hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru á hans snærum.Alltaf í símanum „Kærastan mín segir að vinnan mín felist allavega mjög mikið í því að vera í símanum,“ segir Sindri og hlær, spurður út í starf sitt. „Það að vera umboðsmaður er ekki bara að sjá um bókanir, heldur er þetta meira bara að einfalda hlutina fyrir tónlistarmanninn. Maður þarf að vera eins konar hjarta og tengja saman alla þá sem koma að málinu. Það er auðveldara að útskýra þetta þegar listamaðurinn er kominn lengra, eins og til dæmis með Axel Flóvent en hann er með þrjá mismunandi bókara, samning hjá publishing-fyrirtæki þannig að þá er þetta mikið af fólki sem er að vinna með honum og ég sé um að tengja alla, halda utan allt og reyna láta hlutina ganga,“ útskýrir Sindri. Hann stofnaði fyrirtækið snemma á árinu en hefur verið í tónlistargeiranum í lengri tíma. „Ég var með Kaleo í tvö ár eða alveg þangað til þeir fóru til Bandaríkjanna.“ Ein af helstu ástæðunum fyrir því að Sindri ákvað að demba sér að fullu í umboðsmannageirann var sú hve vel gekk með Kaleo. „Það var eiginlega af því að það gekk svo vel með Kaleo að ég ákvað að taka stökkið og fara í þetta á fullu.“Hefur stækkað tengslanetið Hvernig er að horfa á eftir hljómsveitum til annarra og stærri fyrirtækja í heiminum? „Þetta er kannski eins og að vera þjálfari hjá neðrideildarliði sem kemst upp um deild og þá þarf liðið reyndari aðila til að taka við. Um leið og stærstu plötufyrirtæki í heimi fara að hafa samband þá játaði ég að stærri umboðsfyrirtæki hefðu ákveðna yfirburði en á sama tíma nýtti ég mér það og hef stækkað tengslanetið mjög mikið í í kjölfarið.“ Í dag er Sindri umboðsmaður yfir tíu íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna en þó eru nöfnin misþekkt. „Þegar ég stofnaði fyrirtækið vildi ég gera eitthvað eins og ég gerði með Kaleo, þ.e.a.s. að taka þátt í að byggja upp listamenn frá upphafi,“ segir Sindri. Hans fyrstu skjólstæðingar eftir stofnun fyrirtækisins voru tónlistarmennirnir Axel Flóvent og Máni Orrason og báðir hafa þeir verið á tónleikaferðalögum ytra. „Báðir þessir listamenn eru líka að fókusa á erlendan markað frekar en hérna heima,“ bætir Sindri við. Fljótlega eftir það kom hljómsveitin AmabAdamA inn og í kjölfarið jukust umsvif fyrirtækisins á Íslandi enda sveitin ein sú vinsælasta hér á landi.Ekkert gefins í bransanum Hann segir það vera mikla áhættu að vera í þessum geira og ekkert sé gefins. „Ef þetta væri alltaf eins og þetta er í dag þá veit ég ekki hvort ég myndi halda áfram en ég er bjartsýnn á framhaldið og það er líka gott að hafa pressu á sjálfum sér, vita að maður fær ekkert greitt nema það gangi vel hjá tónlistarmanninum manns.“ Hans helstu tekjur eru prósentur frá tónlistarmönnunum sem hann starfar með. Sindri var allan septembermánuð erlendis með nokkrum af skjólstæðingum sínum en eftir að hann kom heim hafa vikurnar farið í undirbúning fyrir Airwaves enda segir hann hátíðina vera ákaflega mikilvæga fyrir íslenska listamenn. „Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikið af erlendu bransafólki sem kemur á hátíðina. Airwaves er að mínu mati besta leiðin til þess að láta ljós sitt skína og ég myndi segja að það séu tíu sinnum meiri líkur á að fá samning á Airwaves heldur en á erlendum hátíðum því þessir erlendu aðilar eru aðallega að koma til að sjá og heyra íslenska tónlist. Íslenskir listamenn vita það og reyna að spila sem mest til að ganga í augun á rétta fólkinu.“ Sem stendur starfa tveir aðilar hjá Mid Atlantic Management og gerir Sindri ráð fyrir fjölgun starfsmanna í framtíðinni enda hefur skjólstæðingum hans fjölgað mikið. „Sem stendur erum við tveir að vinna en það verða tveir aukastarfsmenn hjá okkur í kringum Airwaves.“Skjólstæðingar SindraAgent Fresco (Á Íslandi eingöngu)AmabadamaAxel FlóventEmmsjé GautiGlowieLOTVMáni OrrasonMaría ÓlafsSalka SólStafrænn HákonSteinarÚlfurÚlfurVioIceland Airwaves Music Festival, í samstarfi við Urban Nation Berlin, hafa látið skreyta nokkra húsgafla í miðborg...Posted by Reykjavíkurborg on Tuesday, 3 November 2015 Airwaves Tengdar fréttir Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir, þegar stærsta tónlistarhátíð ársins hér á landi, Iceland Airwaves, fer fram. Á hátíðinni í ár eru hvorki fleiri né færri en 59 tónleikar með tónlistarfólki sem hann er umboðsmaður fyrir en alls koma fram á hátíðinni níu hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru á hans snærum.Alltaf í símanum „Kærastan mín segir að vinnan mín felist allavega mjög mikið í því að vera í símanum,“ segir Sindri og hlær, spurður út í starf sitt. „Það að vera umboðsmaður er ekki bara að sjá um bókanir, heldur er þetta meira bara að einfalda hlutina fyrir tónlistarmanninn. Maður þarf að vera eins konar hjarta og tengja saman alla þá sem koma að málinu. Það er auðveldara að útskýra þetta þegar listamaðurinn er kominn lengra, eins og til dæmis með Axel Flóvent en hann er með þrjá mismunandi bókara, samning hjá publishing-fyrirtæki þannig að þá er þetta mikið af fólki sem er að vinna með honum og ég sé um að tengja alla, halda utan allt og reyna láta hlutina ganga,“ útskýrir Sindri. Hann stofnaði fyrirtækið snemma á árinu en hefur verið í tónlistargeiranum í lengri tíma. „Ég var með Kaleo í tvö ár eða alveg þangað til þeir fóru til Bandaríkjanna.“ Ein af helstu ástæðunum fyrir því að Sindri ákvað að demba sér að fullu í umboðsmannageirann var sú hve vel gekk með Kaleo. „Það var eiginlega af því að það gekk svo vel með Kaleo að ég ákvað að taka stökkið og fara í þetta á fullu.“Hefur stækkað tengslanetið Hvernig er að horfa á eftir hljómsveitum til annarra og stærri fyrirtækja í heiminum? „Þetta er kannski eins og að vera þjálfari hjá neðrideildarliði sem kemst upp um deild og þá þarf liðið reyndari aðila til að taka við. Um leið og stærstu plötufyrirtæki í heimi fara að hafa samband þá játaði ég að stærri umboðsfyrirtæki hefðu ákveðna yfirburði en á sama tíma nýtti ég mér það og hef stækkað tengslanetið mjög mikið í í kjölfarið.“ Í dag er Sindri umboðsmaður yfir tíu íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna en þó eru nöfnin misþekkt. „Þegar ég stofnaði fyrirtækið vildi ég gera eitthvað eins og ég gerði með Kaleo, þ.e.a.s. að taka þátt í að byggja upp listamenn frá upphafi,“ segir Sindri. Hans fyrstu skjólstæðingar eftir stofnun fyrirtækisins voru tónlistarmennirnir Axel Flóvent og Máni Orrason og báðir hafa þeir verið á tónleikaferðalögum ytra. „Báðir þessir listamenn eru líka að fókusa á erlendan markað frekar en hérna heima,“ bætir Sindri við. Fljótlega eftir það kom hljómsveitin AmabAdamA inn og í kjölfarið jukust umsvif fyrirtækisins á Íslandi enda sveitin ein sú vinsælasta hér á landi.Ekkert gefins í bransanum Hann segir það vera mikla áhættu að vera í þessum geira og ekkert sé gefins. „Ef þetta væri alltaf eins og þetta er í dag þá veit ég ekki hvort ég myndi halda áfram en ég er bjartsýnn á framhaldið og það er líka gott að hafa pressu á sjálfum sér, vita að maður fær ekkert greitt nema það gangi vel hjá tónlistarmanninum manns.“ Hans helstu tekjur eru prósentur frá tónlistarmönnunum sem hann starfar með. Sindri var allan septembermánuð erlendis með nokkrum af skjólstæðingum sínum en eftir að hann kom heim hafa vikurnar farið í undirbúning fyrir Airwaves enda segir hann hátíðina vera ákaflega mikilvæga fyrir íslenska listamenn. „Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikið af erlendu bransafólki sem kemur á hátíðina. Airwaves er að mínu mati besta leiðin til þess að láta ljós sitt skína og ég myndi segja að það séu tíu sinnum meiri líkur á að fá samning á Airwaves heldur en á erlendum hátíðum því þessir erlendu aðilar eru aðallega að koma til að sjá og heyra íslenska tónlist. Íslenskir listamenn vita það og reyna að spila sem mest til að ganga í augun á rétta fólkinu.“ Sem stendur starfa tveir aðilar hjá Mid Atlantic Management og gerir Sindri ráð fyrir fjölgun starfsmanna í framtíðinni enda hefur skjólstæðingum hans fjölgað mikið. „Sem stendur erum við tveir að vinna en það verða tveir aukastarfsmenn hjá okkur í kringum Airwaves.“Skjólstæðingar SindraAgent Fresco (Á Íslandi eingöngu)AmabadamaAxel FlóventEmmsjé GautiGlowieLOTVMáni OrrasonMaría ÓlafsSalka SólStafrænn HákonSteinarÚlfurÚlfurVioIceland Airwaves Music Festival, í samstarfi við Urban Nation Berlin, hafa látið skreyta nokkra húsgafla í miðborg...Posted by Reykjavíkurborg on Tuesday, 3 November 2015
Airwaves Tengdar fréttir Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00