Audi fjárfestir fyrir 148 milljarða í Ungverjalandi Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 11:08 Í verksmiðju Audi í Györ í Ungverjalandi. Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Evrópu í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Györ. Þar eru einnig smíðaðir Audi bílarnir Audi TT og Audi A3. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það uppá 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar 3 milljónir af þeim 11 milljónum véla sem Volkswagen bílafjölskyldan er nú sekt um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýskalandi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent
Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Evrópu í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Györ. Þar eru einnig smíðaðir Audi bílarnir Audi TT og Audi A3. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það uppá 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar 3 milljónir af þeim 11 milljónum véla sem Volkswagen bílafjölskyldan er nú sekt um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýskalandi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent