Audi fjárfestir fyrir 148 milljarða í Ungverjalandi Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 11:08 Í verksmiðju Audi í Györ í Ungverjalandi. Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Evrópu í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Györ. Þar eru einnig smíðaðir Audi bílarnir Audi TT og Audi A3. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það uppá 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar 3 milljónir af þeim 11 milljónum véla sem Volkswagen bílafjölskyldan er nú sekt um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýskalandi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Evrópu í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Györ. Þar eru einnig smíðaðir Audi bílarnir Audi TT og Audi A3. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það uppá 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar 3 milljónir af þeim 11 milljónum véla sem Volkswagen bílafjölskyldan er nú sekt um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýskalandi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent