Fiat pallbíll fyrir Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Fiat Toro. Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent
Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent