Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 10:00 Systkinin Fabian og Aline frá Mexíkó og Jana frá Tékklandi eru spennt fyrir íslenskri tónlist. Vísir/KTD Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. Fabian Gonzales, bróðir Aline, slappar af á meðan systir hans stendur vaktina og er með augun opin fyrir íslenskum stelpum. Þau eru að minnsta kosti ekki lokuð. Þremenningarnir hafa verið hér í nokkra daga að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og stelpurnar verða á vaktinni milli þess sem þær skella sér á tónleika með Fabian.Bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson spilar á þriðja tug tónleika á Airwaves. Hann var í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni í vikunni.His first gig of 28 in total (about). Vignir the King of #airwaves15! @agentfresco @iamhelgiPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015„Ég kom hingað fyrir fjórum árum og skemmti mér svo vel. Mig langaði aftur til Íslands og þetta var ódýr valkostur. Það er gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni,“ segir Jana. Hún minnist tónleika með Of Monsters and Men í ferð sinni til Íslands og hún hafi í kjölfarið tekið ástfóstri við íslenska tónlist. „Ég fór á internetið, horfði á tónlistarmyndbönd og upptökur KEXP af Airwaves á Kex Hostel og hugsaði að mig langaði að fara aftur til Íslands,“ segir Jana sem nýtur þess að geta stundum hlustað á hljómsveitirnar á Airwaves í undirbúningi þeirra baksviðs.Að neðan má sjá Of Monsters and Men flytja Little Talks á KEXP á Kex Hostel árið 2011.Laus við Tinder Systkinin Aline og Fabian eru komin til Íslands í fyrsta skipti. Aline er sem fyrr segir sjálfboðaliði en Fabian segist hafa ákveðið að skella sér með þegar hann heyrði að systirin ætlaði að leggja í langferð til Íslands. Til að hafa auga með systur sinni spyr blaðamaður? „Já,“ segir Fabian og þau skella upp úr. Hann ætli ekki að tapa henni í hendur íslenskra flagara. Aline er fljót til svars að það sé ekki tilgangurinn með ferðinni. Bróðir hennar er þó með augun opin fyrir fögrum fljóðum frá Íslandi. „Það gæti verið,“ segir Fabian en hann ætli ekki að notast við forritið Tinder til að hafa upp á þeim. „Nei, nei nei,“ segir hann hlæjandi. Gestir á Iceland Airwaves eru á öllum aldri.Our youngest visitor #airwaves15Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Þau systkinin eru spenntust fyrir því að sjá Kiasmos, Beach house og Gus Gus. Aline segist vera mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar sem sé auðvitað ástæðan fyrir því að hún skellti sér hingað. Að tónleikahátíðinni lokinni ætla þau að leigja bíl og keyra hringinn í kringum landið. En áður en að því kemur eiga Aline og Jana eftir að standa fjölmargar vaktir. Aðspurðar segja þær sumar vaktirnar vera langt fram á nótt en þær fái gott frí inn á milli. Þær séu aðallega baksviðs og þar geri þær bara allt sem þarf að gera. Ja, allt nema að þrífa klósettin. „Það eru sem betur fer einhverjir aðrir í því,“ segja þær hlæjandi.Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. Fabian Gonzales, bróðir Aline, slappar af á meðan systir hans stendur vaktina og er með augun opin fyrir íslenskum stelpum. Þau eru að minnsta kosti ekki lokuð. Þremenningarnir hafa verið hér í nokkra daga að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og stelpurnar verða á vaktinni milli þess sem þær skella sér á tónleika með Fabian.Bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson spilar á þriðja tug tónleika á Airwaves. Hann var í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni í vikunni.His first gig of 28 in total (about). Vignir the King of #airwaves15! @agentfresco @iamhelgiPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015„Ég kom hingað fyrir fjórum árum og skemmti mér svo vel. Mig langaði aftur til Íslands og þetta var ódýr valkostur. Það er gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni,“ segir Jana. Hún minnist tónleika með Of Monsters and Men í ferð sinni til Íslands og hún hafi í kjölfarið tekið ástfóstri við íslenska tónlist. „Ég fór á internetið, horfði á tónlistarmyndbönd og upptökur KEXP af Airwaves á Kex Hostel og hugsaði að mig langaði að fara aftur til Íslands,“ segir Jana sem nýtur þess að geta stundum hlustað á hljómsveitirnar á Airwaves í undirbúningi þeirra baksviðs.Að neðan má sjá Of Monsters and Men flytja Little Talks á KEXP á Kex Hostel árið 2011.Laus við Tinder Systkinin Aline og Fabian eru komin til Íslands í fyrsta skipti. Aline er sem fyrr segir sjálfboðaliði en Fabian segist hafa ákveðið að skella sér með þegar hann heyrði að systirin ætlaði að leggja í langferð til Íslands. Til að hafa auga með systur sinni spyr blaðamaður? „Já,“ segir Fabian og þau skella upp úr. Hann ætli ekki að tapa henni í hendur íslenskra flagara. Aline er fljót til svars að það sé ekki tilgangurinn með ferðinni. Bróðir hennar er þó með augun opin fyrir fögrum fljóðum frá Íslandi. „Það gæti verið,“ segir Fabian en hann ætli ekki að notast við forritið Tinder til að hafa upp á þeim. „Nei, nei nei,“ segir hann hlæjandi. Gestir á Iceland Airwaves eru á öllum aldri.Our youngest visitor #airwaves15Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Þau systkinin eru spenntust fyrir því að sjá Kiasmos, Beach house og Gus Gus. Aline segist vera mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar sem sé auðvitað ástæðan fyrir því að hún skellti sér hingað. Að tónleikahátíðinni lokinni ætla þau að leigja bíl og keyra hringinn í kringum landið. En áður en að því kemur eiga Aline og Jana eftir að standa fjölmargar vaktir. Aðspurðar segja þær sumar vaktirnar vera langt fram á nótt en þær fái gott frí inn á milli. Þær séu aðallega baksviðs og þar geri þær bara allt sem þarf að gera. Ja, allt nema að þrífa klósettin. „Það eru sem betur fer einhverjir aðrir í því,“ segja þær hlæjandi.Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42