Fegurðin hefur aðdráttarafl Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 10:30 Mikið er lagt í að endurskapa flugeldasýninguna Stjörnubrim, með dönsum, búningum og ljósum. Mynd/Íslenski dansflokkurinn Og himinninn kristallast er stór uppfærsla með sjö dönsurum, flóknum sviðshreyfingum, ljósum og flugeldum. Það er gríðarlega mikið í hana lagt,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir þegar hún er beðin að útskýra dansverkið sitt sem lifnar á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið er framhald flugeldasýninga þriggja menningarnátta síðustu ára í Reykjavík sem Sigríður Soffía hafði veg og vanda af. „Þetta er endapunktur minn á því að kynna það fyrir almenningi að fugleldasýning geti verið samin sem dansverk, nú geri ég flugeldasýninguna að dansverki,“ segir Sigríður Soffía og segir verkið nánast endursköpun á flugeldasýningunni Stjörnubrim sem flutt var á Menningarnótt Reykjavíkur 2015. Hún þvertekur fyrir að hún segi sögu í sýningunni. „Ég er einmitt að fá fólk til að njóta dansins á sama hátt og það nýtur flugeldasýningar. Það dettur engum í hug að segja eftir flugeldasýningu: „Ég fattaði ekki hver var vondi karlinn og hver góði.“ Hið sama gildir hér, það er ekkert að skilja. Í sumum dansverkum má fólk koma og njóta hreyfinga og hughrifa og sjónarspils.“Sigríður Soffía vinnur að sýningunni með Hildi Yeoman fatahönnuði og Helga Má Kristinssyni listamanni en þau skipuðu hið listræna teymi sýningarinnar Svartar fjaðrir sem var opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík 2015. Þau hlutu öll mikið lof fyrir verkið og var Sigríður Soffía tilnefnd til Grímunnar 2015 sem Sproti ársins og Hildur Yeoman fyrir búninga ársins. Sýningar sínar kveðst Sigríður Soffía vinna upp úr heimspekilegum pælingum um fegurðina og skynjun heilans á henni. Í framhaldinu hafi komið vangaveltur um af hverju við heillumst, til dæmis af hverju okkur þykja flugeldasýningar svo æðislegar. „Það er fegurð þeirra sem hefur aðdráttarafl,“ segir hún. „Flugeldasýning er sett upp niðri í miðbæ og hundrað þúsund manns koma til að horfa á hana, nánast eins og flugur sem fljúga á ljós.“ Dans Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Og himinninn kristallast er stór uppfærsla með sjö dönsurum, flóknum sviðshreyfingum, ljósum og flugeldum. Það er gríðarlega mikið í hana lagt,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir þegar hún er beðin að útskýra dansverkið sitt sem lifnar á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið er framhald flugeldasýninga þriggja menningarnátta síðustu ára í Reykjavík sem Sigríður Soffía hafði veg og vanda af. „Þetta er endapunktur minn á því að kynna það fyrir almenningi að fugleldasýning geti verið samin sem dansverk, nú geri ég flugeldasýninguna að dansverki,“ segir Sigríður Soffía og segir verkið nánast endursköpun á flugeldasýningunni Stjörnubrim sem flutt var á Menningarnótt Reykjavíkur 2015. Hún þvertekur fyrir að hún segi sögu í sýningunni. „Ég er einmitt að fá fólk til að njóta dansins á sama hátt og það nýtur flugeldasýningar. Það dettur engum í hug að segja eftir flugeldasýningu: „Ég fattaði ekki hver var vondi karlinn og hver góði.“ Hið sama gildir hér, það er ekkert að skilja. Í sumum dansverkum má fólk koma og njóta hreyfinga og hughrifa og sjónarspils.“Sigríður Soffía vinnur að sýningunni með Hildi Yeoman fatahönnuði og Helga Má Kristinssyni listamanni en þau skipuðu hið listræna teymi sýningarinnar Svartar fjaðrir sem var opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík 2015. Þau hlutu öll mikið lof fyrir verkið og var Sigríður Soffía tilnefnd til Grímunnar 2015 sem Sproti ársins og Hildur Yeoman fyrir búninga ársins. Sýningar sínar kveðst Sigríður Soffía vinna upp úr heimspekilegum pælingum um fegurðina og skynjun heilans á henni. Í framhaldinu hafi komið vangaveltur um af hverju við heillumst, til dæmis af hverju okkur þykja flugeldasýningar svo æðislegar. „Það er fegurð þeirra sem hefur aðdráttarafl,“ segir hún. „Flugeldasýning er sett upp niðri í miðbæ og hundrað þúsund manns koma til að horfa á hana, nánast eins og flugur sem fljúga á ljós.“
Dans Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira