Litríkt hjólhýsi í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 12:30 Þetta hjólhýsi má finna í Hörpunni. vísir Gestir Iceland Airwaves sem fara í Hörpu taka eftir litríku hjólhýsi sem er búið að koma fyrir í Flóa. Hjólhýsið er á vegum Nordic Playlist og þar er hægt að horfa og hlusta á vídeó sem hafa verið framleidd á vegum spilunarlistans á Hróaskelduhátíðinni, By:Larm, Berlin Festival og Iceland Airwaves. „Það voru danskir listamenn sem bjuggu þetta til fyrir okkur þegar við vorum á Hróaskelduhátíðinni í fyrra. Þetta hefur orðið svona táknrænt heimili fyrir Nordic Playlist,” segir Francine Gorman ritstjóri síðunnar en Francine verður á Iceland Airwaves hátíðinni og hefur sett saman spilunarlista sem sérstaklega er tileinkaður hátíðinni. Tónlistar- og myndlistarkonan hæfileikaríka Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast kemur jafnframt til með að sjá um Instagram fyrir Nordic Playlist á meðan á hátíðinni stendur. Hún byrjaði að pósta myndum í gær um hvernig Iceland Airwaves kemur henni fyrir sjónir og má búast við góðu myndasafni frá henna áður en yfir líkur. Nordic Playlist var hleypt af stokkunum í janúar 2014 og er fyrsta norræna tónlistarvefsíðan. Mikið samstarf er við listamenn sem setja reglulega lista af uppáhaldslögunum sínum. Á meðal þeirra sem hafa sett saman lista eru: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Of Monsters and Men, Lykke Li, Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá Mews, Icona Pop og Erlend Øye. Áhugaverðir plötusnúðar hafa líka sett saman mix tape og fréttir eru fluttar af útgáfum og viðburðum. Jafnframt eru settir saman þemalistar og hlekkjað á vinsældarlista allra landanna í gegnum spilunarlista. Yfir 75 tónlistarmenn hafa sett saman spilunarlista sem hægt er að finna á Spotify, Deezer og Tidle. Á Nordic Playlist síðunni má finna yfir 20 DJ mix. Útvarpsfólk frá öllum Norðurlöndum jafnt sem alþjóðlegum stöðvum eins og BBC og bókarar á tónlistarhátíðum nota síðuna reglulega til að fylgjast með því nýjasta og helsta sem er að gerast í norrænni tónlist. Airwaves Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Gestir Iceland Airwaves sem fara í Hörpu taka eftir litríku hjólhýsi sem er búið að koma fyrir í Flóa. Hjólhýsið er á vegum Nordic Playlist og þar er hægt að horfa og hlusta á vídeó sem hafa verið framleidd á vegum spilunarlistans á Hróaskelduhátíðinni, By:Larm, Berlin Festival og Iceland Airwaves. „Það voru danskir listamenn sem bjuggu þetta til fyrir okkur þegar við vorum á Hróaskelduhátíðinni í fyrra. Þetta hefur orðið svona táknrænt heimili fyrir Nordic Playlist,” segir Francine Gorman ritstjóri síðunnar en Francine verður á Iceland Airwaves hátíðinni og hefur sett saman spilunarlista sem sérstaklega er tileinkaður hátíðinni. Tónlistar- og myndlistarkonan hæfileikaríka Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast kemur jafnframt til með að sjá um Instagram fyrir Nordic Playlist á meðan á hátíðinni stendur. Hún byrjaði að pósta myndum í gær um hvernig Iceland Airwaves kemur henni fyrir sjónir og má búast við góðu myndasafni frá henna áður en yfir líkur. Nordic Playlist var hleypt af stokkunum í janúar 2014 og er fyrsta norræna tónlistarvefsíðan. Mikið samstarf er við listamenn sem setja reglulega lista af uppáhaldslögunum sínum. Á meðal þeirra sem hafa sett saman lista eru: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Of Monsters and Men, Lykke Li, Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá Mews, Icona Pop og Erlend Øye. Áhugaverðir plötusnúðar hafa líka sett saman mix tape og fréttir eru fluttar af útgáfum og viðburðum. Jafnframt eru settir saman þemalistar og hlekkjað á vinsældarlista allra landanna í gegnum spilunarlista. Yfir 75 tónlistarmenn hafa sett saman spilunarlista sem hægt er að finna á Spotify, Deezer og Tidle. Á Nordic Playlist síðunni má finna yfir 20 DJ mix. Útvarpsfólk frá öllum Norðurlöndum jafnt sem alþjóðlegum stöðvum eins og BBC og bókarar á tónlistarhátíðum nota síðuna reglulega til að fylgjast með því nýjasta og helsta sem er að gerast í norrænni tónlist.
Airwaves Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira