Mercedes Benz GL verður GLS Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 13:37 Mercedes Benz GLS breytist nokkuð að framan frá forveranum GL. Mercedes Benz hefur undanfarið endurskipulagt nafnakerfið á bílalínu sinni og eru greinilega ekki hættir. Nýjasta nafnabreytingin verður sú að stóri GL-jeppinn fær S að auki og mun heita GLS. Þessi sjö sæta jeppi fær samhliða nafnabreytingunni nokkra andlitslyftingu. Mesta útlæitsbreytingin er að framan og sver sú breyting sig í ætt við aðra nýhannaða bíla Mercedes Benz. Enn meiri breyting verður á innanrými GLS. Mercedes Benz vill meina að GLS sé eins og S-Class, þ.e. flaggskipið í jeppaflokki, en S-Class er sannarlega flaggskipið í fólksbílaflokki Benz. Öflugasta gerð GLS verður AMG GLS63 með 577 hestafla vél, eða 27 hestöflum öflugri en núverandi AMG GL63. GLS500 4Matic verður með V8 vél með tveimur forþjöppum og 455 hestöfl, eða 20 hestöflum meira en forverinn. Þriggja lítra dísilútgáfa bílsins verður 255 hestöfl en einnig má fá hann með 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og er hún 329 hestöfl. Allar þessar gerðir nýs GLS verða með 9 gíra sjálfskiptingu. Nýr GLS fer í sölu í þessum mánuði í Þýskalandi. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent
Mercedes Benz hefur undanfarið endurskipulagt nafnakerfið á bílalínu sinni og eru greinilega ekki hættir. Nýjasta nafnabreytingin verður sú að stóri GL-jeppinn fær S að auki og mun heita GLS. Þessi sjö sæta jeppi fær samhliða nafnabreytingunni nokkra andlitslyftingu. Mesta útlæitsbreytingin er að framan og sver sú breyting sig í ætt við aðra nýhannaða bíla Mercedes Benz. Enn meiri breyting verður á innanrými GLS. Mercedes Benz vill meina að GLS sé eins og S-Class, þ.e. flaggskipið í jeppaflokki, en S-Class er sannarlega flaggskipið í fólksbílaflokki Benz. Öflugasta gerð GLS verður AMG GLS63 með 577 hestafla vél, eða 27 hestöflum öflugri en núverandi AMG GL63. GLS500 4Matic verður með V8 vél með tveimur forþjöppum og 455 hestöfl, eða 20 hestöflum meira en forverinn. Þriggja lítra dísilútgáfa bílsins verður 255 hestöfl en einnig má fá hann með 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og er hún 329 hestöfl. Allar þessar gerðir nýs GLS verða með 9 gíra sjálfskiptingu. Nýr GLS fer í sölu í þessum mánuði í Þýskalandi.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent