Mikil bílasala á Ítalíu og Spáni Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 14:11 Bílaumferð á Spáni. Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent