Branden Grace efstur eftir fyrsta hring í Kína 5. nóvember 2015 17:00 Branden Grace ásamt kylfusveini sínum Zack á fyrsta hring. Getty Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace lék frábært golf á fyrsta hring á HSBC Meistaramótinu sem fram fer á Sheshan International vellinum í Kína en hann kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Grace lék gallalgaust golf og fékk níu fugla og níu pör á hringnum en þrír kylfingar deila öðru sætinu á átta höggum undir pari. Skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring og flestir undir pari enda aðstæður í Kína mjög góðar til þess að skora vel, flatirnar mjúkar og veðrið milt. Þar má nefna að Bubba Watson, Rickie Fowler, Jordan Spieth og Rory McIlroy léku allir á 68 höggum eða fjórum undir pari en sá síðastnefndi spilaði þrátt fyrir að hafa fengið matareitrun fyrr í vikunni. HSBC Meistaramótið er fyrsta heimsmótið á tímabilinu og því eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda enda er verðlaunaféð gríðarlega hátt. Bein útsending verður alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace lék frábært golf á fyrsta hring á HSBC Meistaramótinu sem fram fer á Sheshan International vellinum í Kína en hann kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Grace lék gallalgaust golf og fékk níu fugla og níu pör á hringnum en þrír kylfingar deila öðru sætinu á átta höggum undir pari. Skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring og flestir undir pari enda aðstæður í Kína mjög góðar til þess að skora vel, flatirnar mjúkar og veðrið milt. Þar má nefna að Bubba Watson, Rickie Fowler, Jordan Spieth og Rory McIlroy léku allir á 68 höggum eða fjórum undir pari en sá síðastnefndi spilaði þrátt fyrir að hafa fengið matareitrun fyrr í vikunni. HSBC Meistaramótið er fyrsta heimsmótið á tímabilinu og því eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda enda er verðlaunaféð gríðarlega hátt. Bein útsending verður alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira