Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. nóvember 2015 15:00 Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali við Stundina í dag. Mynd/Ólafur Harðarson Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14