„Feitar“ íslenskar stelpur svara fyrir sig: „Good luck getting laid in Iceland“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. nóvember 2015 22:25 Margar íslenskar konur hafa brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði. Vísir Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15